Náttúruvernd er efnahagsmál

Við get­um nálg­ast nátt­úru­vernd frá mörg­um hliðum. Siðferðileg­um, þar sem skylda okk­ar er að skila land­inu til næstu kyn­slóðar í ekki verra ástandi en við tók­um við því. Til­finn­inga­leg­um, með vís­an til feg­urðar hins villta og ósnortna, tign­ar­legra fossa, víðáttu há­lend­is­ins, gjöf­ulla lax- og sil­ungs­áa, eyja og skerja, hamra, eld­fjalla, hvera og heitra upp­spretta. Frá hlið lýðheilsu, með áherslu á heil­brigt um­hverfi, aðgang að heil­næmu lofti, vatni og mat­væl­um.

Sé ekki vilji til að nálg­ast nátt­úru­vernd frá þess­um hliðum er a.m.k. ein önn­ur: Hin efna­hags­lega. Nátt­úru­vernd get­ur verið ágæt­lega arðbær og því skyn­sam­leg frá sjón­ar­hóli hag­fræðinn­ar. Nýt­ing nátt­úr­unn­ar og vernd henn­ar fara vel sam­an eins og Íslend­ing­ar hafa sýnt fram á með fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu. Þar tvinn­ast nátt­úru­vernd og arðbær nýt­ing í eitt. Íslensk ferðaþjón­usta á allt sitt und­ir nátt­úru­vernd. Hreint vatn og heil­næm mat­væli verða aldrei að fullu met­in til fjár, en eru ein und­ir­staða góðra lífs­kjara.

Á lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins 2015 var und­ir­strikað hversu mjög við Íslend­ing­ar eig­um und­ir um­hverf­inu og sjálf­bærri nýt­ingu nátt­úru­auðlinda. Einkafram­takið hafi reynst vel við vernd nátt­úr­unn­ar og það þurfi að nýta frek­ar. Í sam­ræmi við þessa skoðun var vísað til reynsl­unn­ar sem sýni að „skyn­sam­leg og hag­kvæm nýt­ing nátt­úru­auðlinda Íslands er að jafnaði best tryggð með því að nýt­ing­ar- og af­nota­rétt­ur sé í hönd­um einkaaðila“.

Sjálf­stæðis­menn eru af­drátt­ar­laus­ir í lofts­lags­mál­um og vara við „nátt­úru­vá sem staf­ar af lofts­lags­breyt­ing­um af manna­völd­um“. Þess vegna verði Íslend­ing­ar að sýna frum­kvæði og taka full­an þátt í alþjóðleg­um aðgerðum í lofts­lags­mál­um. Nei­kvæð áhrif lofts­lags­breyt­inga hafi þegar „komið fram í súrn­un hafs­ins um­hverf­is landið. Þær skaða vist­kerfið og lífsviður­væri þeirra sem hafa aðkomu sína af sjáv­ar­út­vegi og hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir Íslend­inga ef ekki verður brugðist við.“

Ekki í sam­ræmi við ímynd

Hér skal dregið í efa að ímynd Sjálf­stæðis­flokks­ins sé í sam­ræmi við álykt­un lands­fund­ar 2015 um um­hverf­is­mál. Ég hygg að stór hluti lands­manna líti ekki til Sjálf­stæðis­flokks­ins í von um að staðinn verði vörður um nátt­úr­una. Ímynd­in er grárri en svo.

Við sjálf­stæðis­menn verðum að viður­kenna að okk­ur hef­ur ekki tek­ist að samþætta í mál­flutn­ingi okk­ar mik­il­vægi nátt­úru­vernd­ar og efna­hags­lega skyn­semi sem henni fylg­ir. Okk­ur hætt­ir til að leggja áherslu á kaup­mátt ráðstöf­un­ar­tekna, verga lands­fram­leiðslu, gjald­eyris­jöfnuð, fram­legð vinnu­afls og fjár­magns, vöru­skipta­jöfnuð, arðsemi eig­in­fjár, raun­gengi og svo má lengi telja. Við tengj­um þetta ekki allt sam­an eða skýr­um út hvernig nátt­úr­an stend­ur und­ir öllu efna­hags­líf­inu og þar með lífs­kjör­um ásamt hug­viti lands­manna.

Það er löngu tíma­bært að við Sjálf­stæðis­menn tök­um um­hverf­is­mál fast­ari tök­um. Og þar get­um við sótt í smiðju Birg­is Kjaran (1916-1976), þing­manns, rit­höf­und­ar, út­gef­anda, rit­stjóra, hag­fræðings og nátt­úru­vernd­arsinna. Birg­ir var öt­ull bar­áttumaður nátt­úru­vernd­ar og var í tólf ár formaður Nátt­úru­vernd­ar­ráðs. Þekk­ing hans á nátt­úr­unni og skiln­ing­ur á hag­fræði sann­færði Birgi um efna­hags­lega skyn­semi þess að standa vörð um nátt­úr­una.

Í apríl 1970 hafði Birg­ir fram­sögu um frum­varp til nýrra nátt­úru­vernd­ar­laga. Boðskap­ur hans var ekki aðeins tíma­bær fyr­ir 47 árum held­ur á hann er­indi við okk­ur Íslend­inga í dag. Marg­ir gerðu sér von­ir um að Ísland gæti orðið ferðamanna­land, en þá var fjöldi er­lendra ferðamanna um 60 þúsund á ári. Marg­ir voru á því að ferðaþjón­usta geti orðið arðvæn­leg en Birg­ir var með varnaðarorð:

„En ferðamanna­straum­ur til Íslands verður skamm­vinn tekju­lind, ef ferðalang­arn­ir fá ekki ósk­ir sín­ar upp­fyllt­ar, en þær eru ekki ein­ung­is sæmi­leg­ur gistiaðbúnaður, held­ur öllu frem­ur að sjá óspillt ey­land, eins og Ísland er.“

Birg­ir hafði trú á því „að með skyn­sam­leg­um hætti megi gera Ísland að ferðamanna­landi, og sú tekju­lind kunni að geta orðið jafn­arðbær og ým­iss kon­ar stóriðja, en stofn­kostnaður og fjár­fest­ing minni, en á hinn bóg­inn launa­tekj­ur al­menn­ings meiri og jafndreifðari um landið en af ýms­um staðbundn­um stór­fyr­ir­tækj­um, að þeim ólöstuðum“:

„En und­ir­staða þess, að Ísland verði í bráð og lengd ferðamanna­land, er nátt­úra og nátt­úru­feg­urð lands­ins, og þar er nátt­úru­vernd­in besta hald­reipið.“

Snert­ir flesta þætti mann­legs lífs

Birg­ir lagði áherslu á nátt­úru­vernd – „alls ekki sem neitt til­finn­inga- eða hé­góma­mál, held­ur engu að síður sem beint efna­hags­mál“. Nátt­úru­vernd­ar­mál­in snerti flesta þætti mann­legs lífs, ekki aðeins „fag­ur­fræðilegra og efna­hags­legra sjón­ar­miða, held­ur engu síður fé­lags­legra, sál­rænna, vís­inda­legra, heil­brigðis­legra, menn­ing­ar­legra, upp­eld­is­legra, þjóðlegra og jafn­vel póli­tískra sjón­ar­miða, því að það þarf að vernda nátt­úr­una fyr­ir mann­inn og fyr­ir mann­in­um, ekki aðeins vegna okk­ar, sem lif­um í dag, held­ur kann­ske öllu frem­ur vegna kom­andi kyn­slóða“.

Frum­varp til laga um nátt­úru­vernd náði ekki fram að ganga fyrr en ári síðar – 1971, en Birg­ir Kjaran hafði þá fram­sögu fyr­ir nefndaráliti mennta­mála­nefnd­ar neðri deild­ar og sagði:

„Það er sagt, að pen­ing­ar séu afl þeirra hluta, sem gera skal, og það er rétt að vissu marki. Hins veg­ar held ég, að menn geri sér ekki alltaf ljóst, að þeir pen­ing­ar, sem varið er til nátt­úru­vernd­ar, renta sig ábyggi­lega ekki lak­ar held­ur en aðrir fjár­mun­ir, sem þjóðin legg­ur fé sitt í. Við erum að tala um að gera ís­lenskt at­vinnu­líf fjöl­breytt­ara og ár­viss­ara. Það er verið að benda á ýms­ar nýj­ar leiðir: iðnvæðingu, stóriðju og sitt­hvað annað. Allt er þetta vafa­laust góðra gjalda vert. En sum­ir hafa bent á, að Ísland gæti haft nokkr­ar tekj­ur af því að verða það, sem kallað er ferðamanna­land.“

Birg­ir taldi að hvort sem mönn­um líkaði bet­ur eða verr væri Ísland að verða ferðamanna­land, þótt hann hafi ör­ugg­lega ekki órað fyr­ir því að millj­ón­ir ættu eft­ir að sækja landið heim á hverju ári. Hann taldi mik­il­vægt að beina þess­ari nýju at­vinnu­grein inn á rétt­ar braut­ir og gæta var­færni:

„Og ein­mitt þarna koma nátt­úru­vernd­ar­lög og nátt­úru­vernd­ar­starf að gagni. Við þurf­um að koma á ákveðnum um­gengn­is­regl­um fyr­ir inn­lenda og er­lenda ferðamenn í sam­bandi við nátt­úru lands­ins og við þurf­um líka að sjá um það, að ferðafólkið, bæði inn­lent og er­lent, njóti hæfi­legr­ar aðstöðu. Það er ágætt að friða lönd og það er ágætt að stofna þjóðgarða, en sam­tím­is skul­um við gera þetta þannig, að fólkið hafi þarna greiðan aðgang og aðstaða sé sköpuð hvað hrein­læti og aðra hluti snert­ir, sem nauðsyn­leg er.“

Smiðja skot­færa

Fyr­ir tæpri hálfri öld var Íslend­ing­um ekki tamt að ræða um nátt­úru­vernd. Hug­takið var nýtt – „nýtt viðfangs­efni, ný staðreynd, sem þjóð okk­ar þarf að horf­ast í augu við,“ sagði Birg­ir og bætti við:

„Það þarf tíma til þess að kynna alþjóð nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­miðin, gera henni ljóst, að nátt­úru­vernd er eng­in spjátrungs­leg sér­viska búin til á skrif­púlt­um lífs­firrtra lær­dóm­sof­vita með aðstoð tölv­unn­ar, né held­ur róm­an­tískt hug­sjónaskvald­ur, held­ur blá­köld hags­munastaðreynd veru­leik­ans. Okk­ar kyn­slóð og sú næsta mun gegna og þurfa að gegna rót­tæk­um aðgerðum í nátt­úru­vernd­ar­mál­um. En kom­andi kyn­slóð mun ekki gera það, ef við svo búið verður látið standa, sem er í dag, og fram kann að vinda án þess að nokkuð sé staldrað við og hugað af al­vöru og ein­urð að þess­um þýðing­ar­miklu mál­um.“

Í smiðju Birg­is Kjaran finna sjálf­stæðis­menn skot­færi – hug­mynd­ir og rök­stuðning fyr­ir skyn­semi nátt­úru­vernd­ar. Það er kom­inn tími til að um­hverf­is­mál og vernd nátt­úr­unn­ar verði okk­ur sjálf­stæðismönn­um jafn­töm og tækni­leg heiti hag­fræðinn­ar, fjár­mála og árs­reikn­inga fyr­ir­tækja. Að við bend­um á hið aug­ljósa: Framtíðin ligg­ur ekki í að skera héruð og firði eða rista há­lendið upp með há­spennu­möstr­um, byggja upp orku­freka stóriðju eða fara í rúll­ettu með villta nátt­úr­una. Hug­vit og samþætt­ing nátt­úru­vernd­ar og efna­hags er okk­ar besta trygg­ing fyr­ir bætt­um lífs­kjör­um á kom­andi árum og ára­tug­um.

Share