Má stjórnarþingmaður hafna skattahækkunum?

Svarið við spurn­ing­unni sem sett er fram í fyr­ir­sögn vefst ekki fyr­ir þeim sem hér held­ur á penna: Já, auðvitað get­ur þingmaður rík­is­stjórn­ar staðið gegn hækk­un skatta. Ekki síst ef viðkom­andi er þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. Fyr­ir síðustu kosn­ing­ar var boðskap­ur flokks­ráðsfund­ar Sjálf­stæðismanna skýr: „Við vilj­um halda skött­um í lág­marki og að fólk haldi sem mestu af því sem það afl­ar.“

Samþykkt flokks­ráðsins er í anda þess sem ít­rekað hef­ur verið samþykkt á lands­fund­um Sjálf­stæðis­flokks­ins, síðast árið 2015. Í stjórn­mála­álykt­un var und­ir­strikað að flokk­ur­inn vildi „halda skött­um í lág­marki og að fólk haldi sem mestu af því sem það afl­ar“. Í álykt­un um efna­hags- og viðskipta­mál var bent á að það væri óviðun­andi að stjórn­mála­menn eyddu „næst­um því ann­arri hverri krónu sem lands­menn“ öfluðu. Tekið var af­drátt­ar­laust til orða í álykt­un­inni:

„Tryggja verður að út­gjöld rík­is­ins verði ekki fjár­mögnuð á kostnað skatt­greiðenda með hærri skatt­byrði. Draga verður veru­lega úr um­svif­um rík­is­ins og for­gangsraða í þágu grunnþjón­ustu.“

Það hef­ur verið ein­dreg­inn vilji Sjálf­stæðis­flokks­ins að vinda ofan af skatta­hækk­un­um vinstri­stjórn­ar og ein­falda skatt­kerfið. Mik­il­væg skref voru stig­in á síðasta kjör­tíma­bili með af­námi milliþreps í tekju­skatti ein­stak­linga, af­námi al­mennra vöru­gjalda og niður­fell­ingu tolla á flest­um vör­um. Trygg­inga­gjaldið var einnig lækkað lít­il­lega og efra þrep virðis­auka­skatts­ins hef­ur ekki verið lægra.

Ekki skjól fyr­ir þyngri byrðar

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar Sjálf­stæðis­flokks, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar er því heitið að efla skatta­eft­ir­lit og vinna gegn skattaund­an­skot­um. Bent er á að „sann­gjarnt skattaum­hverfi“ dragi úr þörf­um fyr­ir íviln­an­ir og af­slátt af op­in­ber­um gjöld­um til að auka alþjóðlega sam­keppn­is­hæfni. Tvö önn­ur skýr fyr­ir­heit eru gef­in:

• Hugað verður sér­stak­lega að skattaum­hverfi ein­yrkja, lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja með ein­föld­un og lækk­un trygg­inga­gjalds.

• Komið verði á sam­ræmdu kerfi grænna skatta með „eðli­leg­ar álög­ur á meng­andi starf­semi og skapa jafn­framt hvata til sam­drátt­ar í los­un og til annarra mót­vægisaðgerða“.

Með öðrum orðum: Rík­is­stjórn­in vill sann­gjarnt skatt­kerfi, huga að sam­keppn­is­hæfni ís­lensks at­vinnu­lífs, lækka trygg­inga­gjald til að styðja við lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki og taka upp eðli­leg­ar álög­ur á meng­andi starf­semi und­ir hatti svo­kallaðra grænna skatta.

Hvergi er gefið í skyn – beint eða óbeint – að álög­ur á ein­stak­linga eða fyr­ir­tæki verði aukn­ar. Þvert á móti.

Það kann að vera skyn­sam­legt að breyta skatt­lagn­ingu með það að mark­miði að stuðla að auk­inni notk­un hreinna orku­gjafa. En „sam­ræmt kerfi grænna skatta“ get­ur ekki orðið skjól til að auka heild­arálög­ur á ein­stak­linga og fyr­ir­tæki. Stjórn­arsátt­máli rík­is­stjórn­ar­inn­ar ger­ir ráð fyr­ir „eðli­leg­um álög­um á meng­andi starf­semi“ en ekki að seilst sé dýpra í vasa lands­manna og auka þar með tekj­ur rík­is­sjóðs. Mark­miðið hlýt­ur að vera að inn­leiða ein­falt og skil­virkt skatt­kerfi á eldsneyti og meng­andi starf­semi, með gagn­sæi að leiðarljósi.

Útgjalda­vandi ekki tekju­vandi

Vandi rík­is­sjóðs er ekki tekju­vandi held­ur skipu­lag rík­is­ins, gríðarleg­ur kostnaður við rekst­ur þess og vit­laus for­gangs­röðun út­gjalda. Á síðasta ári voru tekj­ur rík­is­ins (að frá­töld­um stöðug­leikafram­lög­um) um 257 millj­örðum króna hærri að raun­gildi en árið 2000.

Á sama tíma hækkuðu rekstr­ar- og neyslu­til­færsl­ur (s.s. al­manna­trygg­ing­ar, sjúkra­trygg­ing­ar, barna­bæt­ur, fram­lag í jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga) um liðlega 90 millj­arða eða 47%. Rekstr­ar­gjöld án fjár­magns­kostnaðar nær tvö­földuðust að raun­gildi eða um 223 millj­arða á verðlagi liðins árs.

Þess­ar töl­ur und­ir­strika rétt­mæti staðhæf­ing­ar um nauðsyn þess að for­gangsraða í út­gjöld­um og að vand­inn liggi ekki í of lág­um tekj­um. Þær minna einnig á að í aðdrag­anda falls viðskipta­bank­anna var hinu op­in­bera – ríki og sveit­ar­fé­lög­um – gert kleift að auka stöðugt út­gjöld vegna sí­fellt hærri skatt­tekna. Mörg sveit­ar­fé­lög fóru óvar­lega og ríkið þand­ist út. Sag­an get­ur end­ur­tekið sig ef rík­is­stjórn og þing­menn ganga ekki hægt um dyr skattagleðinn­ar.

Liðsmenn Vinstri-grænna eru sann­færðir um að þeim hafi tek­ist vel til í skatta­mál­um 2009 til 2013. Fyrr­ver­andi formaður flokks­ins og fjár­málaráðherra er á því að með stór­kost­leg­um breyt­ing­um á skatt­kerf­inu hafi stærsti hug­mynda­fræðilegi sig­ur Vinstri-grænna unn­ist en því var breytt „nán­ast eft­ir okk­ar eig­in formúlu og að grunni til í sam­ræmi við hug­mynd­ir sem ég teiknaði upp í bók sem ég skrifaði 2006“. Ekki verður gerður ágrein­ing­ur um þessa staðhæf­ingu Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar.

Skattagleði vinstrimanna bygg­ist á þeirri staðföstu trú að rík­is­sjóður „kasti frá sér tekj­um“ með lækk­un skatta og af­námi gjalda og tolla. Fátt spill­ir gleðinni meira en að ríki og sveit­ar­fé­lög „af­sali sér tekj­um“ og „veiki skatt­stofna“.

Sjálf­stæðis­menn geta aldrei tekið þátt í gleði af þessu tagi, enda sann­færðir um að „mesta kjara­bót Íslend­inga fel­ist í lækk­un skatta“, sem stuðlar að „meiri fjár­fest­ingu og auk­inni verðmæta­sköp­un“, eins og sagði í álykt­un lands­fund­ar 2013. Tveim­ur árum síðar var ít­rekað að nauðsyn­legt væri að taka skatt­lagn­ingu ein­stak­linga til end­ur­skoðunar þar sem stefna bæri „að því að tekju­skatt­ur og út­svar ein­stak­linga lækki í áföng­um í sam­tals 25% á næstu árum og að þessu marki verði náð fyr­ir árið 2025“.

Stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins í skatta­mál­um vefst því varla fyr­ir nokkr­um manni og fyr­ir­heit rík­is­stjórn­ar­inn­ar var að gæta sann­girni og raska ekki sam­keppn­is­hæfni lands­ins. Stjórn­arþing­menn og þá ekki aðeins sá er hér skrif­ar eiga því auðvelt með að svara spurn­ing­unni sem varpað er fram í fyr­ir­sögn:

Auðvitað geta stjórn­arþing­menn hafnað skatta­hækk­un­um enda er það aldrei siðferðilega eða efna­hags­lega rangt að koma bönd­um á skatt­mann sem hef­ur gengið laus.

Share