Fjöregg Íslendinga

Með rök­um er því haldið fram að líf­eyr­is­sjóðirn­ir séu fjör­egg okk­ar Íslend­inga. Ólíkt flest­um öðrum þjóðum hef­ur okk­ur tek­ist að byggja upp öfl­ugt líf­eyr­is­sjóðskerfi. Við höf­um búið í hag­inn fyr­ir framtíðina í stað þess að ýta vand­an­um stöðugt á und­an okk­ur. Ef litið er til OECD kem­ur í ljós að fáar þjóðir hafa sýnt meiri fyr­ir­hyggju en við Íslend­ing­ar í líf­eyr­is­mál­um. Staðan er góð í Hollandi og sterk í Dan­mörku.

Á kom­andi árum og ára­tug­um þurfa marg­ar þjóðir að tak­ast á við gríðarleg­an vanda til að fjár­magna líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar, á sama tíma og flest bend­ir til að út­gjöld hins op­in­bera auk­ist veru­lega, ekki síst vegna heil­brigðismála. Glím­an við að standa við skuld­bind­ing­ar gagn­vart eldri borg­ur­um verður erfið. Vand­séð er hvernig sum lönd fara út úr þeirri glímu, að óbreyttu. Líkja má líf­eyr­is­skuld­bind­ing­um margra landa, ekki síst Evr­ópu­landa, þar sem meðal­ald­ur fer stöðugt hækk­andi, við tif­andi tímasprengju.

Aðeins 22% er­lend­ar eign­ir

Heild­ar­eign­ir ís­lensku líf­eyr­is­sjóðanna námu 3.661 millj­arði króna í lok maí síðastliðins sam­kvæmt bráðabirgðatöl­um Seðlabank­ans. Stærsti hluti eign­anna er í sam­trygg­ing­ar­deild­um sjóðanna en rétt tæp 10% í sér­eign­ar­deild­um eða um 353 millj­arðar króna. Er­lend­ar eign­ir eru aðeins 22% – 789 millj­arðar í lok maí. Inn­lend­ar eign­ir eru 2.872 millj­arðar og af þeim eru inn­lend hluta­bréf og hlut­deild­ar­skír­teini tæp­lega 591 millj­arður króna auk þess sem um 118 millj­arðar eru bundn­ir í hlut­deild­ar­fyr­ir­tækj­um.

Eins og fram kom, á þess­um stað fyr­ir viku, áætl­ar Fjár­mála­eft­ir­litið að bein og óbein hlut­deild líf­eyr­is­sjóðanna af skráðum hluta­bréf­um sé um 45%. Stærstu smá­sölu­keðjur lands­ins eru með bein­um eða óbein­um hætti í meiri­hluta­eigu líf­eyr­is­sjóðanna. Svipað er að segja um þrjú fast­eigna­fé­lög og fjar­skipta­markaðinn, eins og sjá má á meðfylgj­andi töflu. Líf­eyr­is­sjóðirn­ir eru um­svifa­mikl­ir í nær öll­um hluta­fé­lög­um sem eru skráð á inn­lend­an hluta­bréfa­markað. Fyr­ir­tæki á sam­keppn­ismarkaði eru oft­ar en ekki að mestu í eigu sömu sjóðanna. Hætt­an sem þetta sam­tvinnaða eign­ar­hald skap­ar er aug­ljós.

Önnur hætta sem fylg­ir aukn­um um­svif­um líf­eyr­is­sjóðanna á inn­lend­um hluta­bréfa­markaði er hve langt er orðið á milli raun­veru­legra eig­enda hluta­bréf­anna og stjórn­enda fyr­ir­tækj­anna. Þessu til viðbót­ar koma ruðnings­áhrif sem sjóðirn­ir hafa gagn­vart ein­stak­ling­um og fjár­fest­inga­fé­lög­um á þeirra veg­um. Íslensk­ir einkaaðilar eru lítt áber­andi í hópi stærstu hlut­hafa með ör­fá­um und­an­tekn­ing­um.

Forðast fjár­fest­ing­ar í hluta­bréf­um

Að óbreyttu er sú hætta fyr­ir hendi að ís­lensk­ur hluta­bréfa­markaður nái ekki að þró­ast með eðli­leg­um hætti ef stór hluti hans er í raun í eigu ör­fárra aðila – nokk­urra stærstu líf­eyr­is­sjóðanna. Verðmynd­un verður ekki eðli­leg – markaður­inn verður grynnri en ella og því áhættu­sam­ari. Al­menn­ing­ur forðast þess vegna að taka þátt í hluta­bréfaviðskipt­um. Fjár­sterk­ir einkaaðilar sjá hag sín­um bet­ur borgið með því að ávaxta fjár­muni í öðrum eign­um, þar á meðal óskráðum hluta­bréf­um. Staðan á sam­keppn­ismarkaði verður ójafn­ari, þar sem skráð stór­fyr­ir­tæki standa bet­ur að vígi en þau sem minni eru, í krafti eign­araðild­ar líf­eyr­is­sjóðanna.

Það skipt­ir miklu um þróun hluta­bréfa­markaðar­ins og fjár­mála­markaðar­ins í heild sinni að vægi líf­eyr­is­sjóðanna minnki hlut­falls­lega á kom­andi árum og fleiri leik­end­ur hasli sér þar völl. Þetta er ekki síst mik­il­vægt fyr­ir sjóðina sjálfa og eig­end­ur þeirra.

Til að þetta ger­ist þarf margt að koma til en hér verður fyrst og fremst bent á tvennt.

Fjár­fest­ing í innviðum

Í fyrsta lagi: Stjórn­völd verða að skapa um­hverfi sem ger­ir líf­eyr­is­sjóðunum kleift að ávaxta eign­ir sjóðsfé­laga og tryggja sem hæst­ar eft­ir­launa­greiðslur og bestu sam­trygg­ingu. Með af­námi haft­anna var stigið mik­il­vægt skref en það eitt og sér dug­ar ekki. Það verður að gefa líf­eyr­is­sjóðunum mögu­leika á því að taka bein­an þátt í upp­bygg­ingu hagrænna og sam­fé­lags­legra innviða.

Fjár­fest­ing í innviðum er for­senda þess að hægt sé að standa und­ir kröf­um um góð lífs­skil­yrði hér á landi, sem stand­ast sam­an­b­urð við það besta sem þekk­ist í heim­in­um. Ekki verður deilt um já­kvæð efna­hags­leg áhrif sem skyn­sam­leg upp­bygg­ing innviða hef­ur, að ekki sé minnst á sam­fé­lags­leg áhrif.

Var­lega áætlað standa Íslend­ing­ar frammi fyr­ir a.m.k. 700 millj­arða króna fjár­fest­ing­um í innviðum á kom­andi árum. Þetta jafn­gild­ir tæp­lega 30% af vergri lands­fram­leiðslu á síðasta ári. Útil­okað er að rík­is­sjóður og sveit­ar­fé­lög standi með bein­um hætti und­ir þess­um gríðarlegu fjár­fest­ing­um.

Líf­eyr­is­sjóðirn­ir geta leikið stórt hlut­verk í fjár­mögn­un innviða og það er margt sem vinnst með því. Hægt verður að ráðast í fjár­fest­ing­ar sem ann­ars yrðu ekki að veru­leika fyrr en eft­ir mörg ár. Það gríðarlega fjár­magn sem líf­eyr­is­sjóðirn­ir þurfa að ávaxta kemst í „arðbæra vinnu“. Þrýst­ing­ur á að beina fjár­mun­um inn á hluta­bréfa­markaðinn minnk­ar.

Auk­inn hlut­ur ein­stak­linga í at­vinnu­líf­inu

Í öðru lagi: Stjórn­völd verða með virk­um aðgerðum að auka bein­an hlut ein­stak­linga/​heim­ila í ís­lensku at­vinnu­lífi. Með skatta­leg­um aðgerðum er hægt að hvetja fyr­ir­tæki til að gefa öll­um starfs­mönn­um sín­um kost á því að eign­ast hlut í viðkom­andi fyr­ir­tæki. Þá mæl­ir flest með því að inn­leiða að nýju sér­stak­an skatta­afslátt vegna hluta­bréfa­kaupa í viður­kennd­um al­menn­ings­hluta­fé­lög­um, líkt og gert var á árum áður. Þannig er ýtt und­ir að launa­fólk horfi á hluta­bréf sem væn­leg­an kost.

En kannski er mik­il­væg­asta skrefið fólgið í því að al­menn­ingsvæða bank­ana. Lands­banki og Íslands­banki eru í eigu rík­is­ins og 13% hluta­fjár í Ari­on banka. Ég hef lengi haldið því fram að rétt sé að al­menn­ing­ur fái drjúg­an hlut eign­ar sinn­ar milliliðalaust í hend­ur sam­hliða skrán­ingu þeirra á markað. Þær búsifjar sem ein­stak­ling­ar urðu fyr­ir við fall bank­anna 2008 verða a.m.k. að hluta til bætt­ar. En um leið verður al­menn­ing­ur þátt­tak­andi með bein­um hætti á hluta­bréfa­markaðinum og í ís­lensku at­vinnu­lífi. Það er ekki svo lít­ils virði.

Tvö­föld­un eigna

Á næstu 15 árum tvö­fald­ast eign­ir líf­eyr­is­sjóðanna. Aukn­ing­in jafn­gild­ir yfir 80% af lands­fram­leiðslu síðasta árs. Ætli líf­eyr­is­sjóðirn­ir að halda hlut­falli er­lendra eigna óbreyttu þurfa þeir að fjár­festa fyr­ir um 750 millj­arða. Flest­ir eru hins veg­ar á því að sjóðirn­ir þurfi að auka vægi er­lendra eigna veru­lega, ekki síst til að tryggja áhættu­dreif­ingu. Ef mark­miðið er að yfir 40% eigna séu er­lend­ar eign­ir verða sjóðirn­ir að 3-4-falda fjár­fest­ingu í öðrum lönd­um. En þrátt fyr­ir slíka aukn­ingu þurfa sjóðirn­ir að finna far­veg til ávöxt­un­ar veru­legra fjár­muna hér á landi. Sá far­veg­ur get­ur ekki orðið á hluta­bréfa­markaði, nema því aðeins að flest­um öðrum fjár­fest­um verði rutt til hliðar, með öll­um þeim nei­kvæðu af­leiðing­um sem það hef­ur. Þetta eru enn ein rök­in fyr­ir því að stjórn­völd geri líf­eyr­is­sjóðunum kleift að fjár­magna upp­bygg­ingu innviða, s.s. sam­gangna og raf­orku­dreifi­kerf­is. Líf­eyr­is­sjóðirn­ir gætu einnig orðið leiðandi fjár­fest­ar (kaup­end­ur) í ýms­um eign­um rík­is­ins, þar á meðal er Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar.

Líf­eyr­is­sjóðirn­ir eru sam­eig­in­legt fjör­egg okk­ar Íslend­inga. Sterk staða sjóðanna er ein ástæða þess að mögu­leik­ar okk­ar til sókn­ar í framtíðinni eru meiri en flestra annarra þjóða. En það eru áskor­an­ir framund­an. Íslenskt launa­fólk – eig­end­ur sjóðanna – verður að fá tæki­færi til að taka þátt í að mæta þeim áskor­un­um og móta stefn­una. Sam­hliða eiga stjórn­völd að taka hönd­um sam­an við sjóðina um upp­bygg­ingu innviða.

Share