Hálfur milljarður í verktakagreiðslur hjá RÚV

Hálfur milljarður í verktakagreiðslur hjá RÚV

Ríkisútvarpið greiddi 499,8 milljónir króna til verktaka á liðnu ári. Þetta kemur fram í svari mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Kolbeini Óttarssyni Proppé um starfsmannahald RÚV. Langstærsti hluti þessara greiðslna var hjá sjónvarpshluta Ríkisútvarpsins eða 284 milljónir króna.

Í svarinu er tekið fram að hjá Ríkisútvarpinu séu 258 stöðugildi og í þeirri tölu eru þeir sem eru í fullu starfi og þeir sem eru í hlutastarfi. Tekið er fram að kostnaður vegna verktaka hafi verið stöðugur undanfarin ár og er um 25% af heildarlaunakostnaði. Þá segir:

„Verkefni þeirra verktaka sem vinna fyrir Ríkisútvarpið eru afar mismunandi, allt frá því að t.d. tónlistarmaður komi fram í eitt skipti í einum þætti eða til dagskrárgerðar í nokkra mánuði. Þá eru ýmis tilfallandi eða tímabundin verkefni sem ekki koma að dagskrá unnin í verktöku. Verktakar sem vinna fyrir Ríkisútvarpið samkvæmt þessari skilgreiningu skipta hundruðum á hverju ári. Miðað er við að verktakar vinni við verkefni sem ekki er hægt að skipuleggja í ráðningarhæft form, eins og t.d. fastar, fyrirfram skipulagðar vaktir eða dagvinnu.“

Kostnaður við verktaka eftir sviðum árið 2016:

  • Sjónvarp, 284 m. kr.
  • Rás 2, 77,8 m. kr.
  • Rás 1, 81 m. kr.
  • Fréttastofa 57 m. kr.
Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :