Auðræði almennings

Auðræði almennings

Í lok síðasta árs námu heild­ar­eign­ir líf­eyr­is­sjóðanna 3.514 millj­örðum króna, eða um 145% af vergri lands­fram­leiðslu. Á næstu árum munu eign­irn­ar vaxa enn frek­ar og verða á næstu ára­tug­um þreföld lands­fram­leiðsla. Í ein­fald­leika má segja að líf­eyr­is­sjóðirn­ir verði þris­var sinn­um stærri en ís­lenska hag­kerfið.

Það skipt­ir miklu fyr­ir allt launa­fólk að vel tak­ist til við að ávaxta þessa gríðarleg­ur fjár­muni. Þeir sem gera þá kröfu að líf­eyr­is­sjóðirn­ir taki þátt í ýms­um svo­kölluðum sam­fé­lags­leg­um verk­efn­um eru um leið að krefjast þess að fetað verði inn á braut þar sem líf­eyr­is­rétt­indi verði lak­ari en ella vegna lægri ávöxt­un­ar.

Í um­hverfi fjár­magns­hafta var það langt í frá ein­falt fyr­ir líf­eyr­is­sjóðina að tryggja góða ávöxt­un iðgjalda. Það er ekki síst þess vegna sem sjóðirn­ir hafa tekið sér stöðu í mörg­um ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um, lagt fjár­muni í fram­taks- og fjár­fest­inga­sjóði sem m.a. hafa verið at­kvæðamikl­ir á fast­eigna­markaði, jafnt í íbúðum og at­vinnu­hús­næði. Um­svif fjár­sterkra aðila á fast­eigna­markaði und­an­far­in ár hafa ör­ugg­lega átt þátt í að ýta upp fast­eigna­verði þótt lík­legt sé að skort­ur á bygg­ingalóðum í höfuðborg­inni skipti mestu.

Heim­il­in horf­in

Frétta­blaðið greindi frá því á forsíðu 15. júní síðastliðinn að bein hluta­bréfa­eign ís­lenskra heim­ila í skráðum fé­lög­um næmi alls um 49 millj­örðum króna. Þetta er aðeins 4% af markaðsvirði skráðra fyr­ir­tækja. Hlut­fallið hef­ur ekki verið lægra í að minnsta kosti fimmtán ár.

Frétta­blaðið hef­ur það eft­ir Páli Harðar­syni, for­stjóra Kaup­hall­ar­inn­ar, að það sé „ákveðið heil­brigðis­merki“ að al­menn­ing­ur sé virk­ur í fjár­fest­ing­um á hluta­bréfa­markaði. Þess vegna er minni bein hluta­bréfa­eign áhyggju­efni. Það kem­ur þeim er þetta skrif­ar ekki á óvart að Páll skuli nálg­ast viðfangs­efnið með þeim hætti sem hann ger­ir enda hef­ur hann betri skiln­ing en marg­ir aðrir á að „við séum ennþá á þeim stað að þurfa að byggja upp traust gagn­vart markaðinum“.

Draum­ur Eykons

Ey­kon – Eyj­ólf­ur Kon­ráð Jóns­son – átti sér þann draum að til yrðu öfl­ug al­menn­ings­hluta­fé­lög – hann barðist fyr­ir því sem hann kallaði auðstjórn al­menn­ings. Í bók­inni „Alþýða og at­hafna­líf“, sem kom út árið 1968, setti Ey­kon fram hug­mynd­ir um að al­menn­ing­ur yrði virk­ur þátt­tak­andi í ís­lensku at­vinnu­lífi – að launa­fólk yrði eig­end­ur fyr­ir­tækja en ekki aðeins starfs­menn. Um leið tók hann málstað sjálf­stæða at­vinnu­rek­and­ans. Ey­kon taldi nauðsyn­legt að örva sem „allra flesta til þess að ger­ast sjálf­stæðir at­vinnu­rek­end­ur, hvort held­ur þeir taka sér fyr­ir hend­ur að reka trillu­bát eða iðju­ver“.

Frétt­in um minnk­andi hlut heim­il­anna í skráðum hluta­fé­lög­um hefði ör­ugg­lega valdið Ey­kon von­brigðum.

Rök­in fyr­ir „auðræði al­menn­ings“ sótti Ey­kon í ís­lenska þjóðarsál:

„En merg­ur­inn máls­ins er sá, að ís­lenska þjóðin vill ekki, að ör­fá­ir auðmenn ráði yfir öll­um henn­ar at­vinnu­rekstri. Auðjöfn­un er hér meiri en ann­ars staðar, og þess vegna geta ekki fáir menn komið á fót öfl­ug­ustu at­vinnu­fyr­ir­tækj­un­um, en hins veg­ar er fjár­magn til í hönd­um fjöld­ans. Ef það er virkjað með sam­eig­in­legu átaki í at­vinnu­rekstri, má lyfta Grett­i­staki.“

Óhætt er að halda því fram að Ey­kon hafi verið langt á und­an samtíð sinni hér á landi þegar hann hóf bar­áttu fyr­ir því að al­menn­ing­ur tæki bein­an þátt í at­vinnu­rekstri. Hann skrifaði í bók sína fyr­ir tæpri hálfri öld:

„Al­menn­ings­hluta­fé­lög eru ekki ein­ung­is mik­il­væg af efna­hags­ástæðum, held­ur eru þau e.t.v. þýðing­ar­mesti þátt­ur­inn í því þjóðfé­lags­kerfi, sem nefna mætti auðstjórn al­menn­ings eða fjár­stjórn fjöld­ans. Er þar átt við mik­il­vægi þess, að sem mest­ur hluti þjóðarauðsins dreif­ist meðal sem allra flestra borg­ara lands­ins, að auðlegð þjóðfé­lags­ins safn­ist hvorki sam­an á hend­ur fárra ein­stak­linga né held­ur rík­is og op­in­berra aðila. Þeir, sem þessa stefnu aðhyll­ast, telja þá þjóðfé­lagsþróun æski­leg­asta, að valdið, sem fylg­ir yf­ir­ráðum yfir fjár­magni, dreif­ist sem mest á meðal lands­manna allra.“

Það var djúp­stæð sann­fær­ing Eykons að heil­brigð, lýðræðis­leg þróun yrði aðeins ef sem allra „flest­ir ein­stak­ling­ar séu fjár­hags­lega sjálf­stæðir; þeir eigi hlut­deild í þjóðarauðnum, en séu ekki ein­ung­is leiguliðar eða starfs­menn rík­is­ins“:

„Þá muni sjálf­stæði manna, ör­yggi, þroski, ábyrgðar­til­finn­ing og lífs­ham­ingja aukast, og þá muni fram­leiðsla og auðæfa­öfl­un þjóðfé­lags­ins einnig verða mest.“

Kraf­an um lýðræðisvæðingu

Þegar Eyj­ólf­ur Kon­ráð Jóns­son setti hug­mynd­ir sín­ar fram fyr­ir nær hálfri öld var staðan hér á Íslandi allt önn­ur. Lífs­kjör hafa gjör­breyst. Fjár­hags­legt sjálf­stæði al­menn­ings, þrátt fyr­ir áföll, er allt annað og meira. At­vinnu­lífið er öfl­ugra og fjöl­breytt­ara. Mennt­un er meiri, tæki­fær­in fleiri. Við eig­um ekki flest und­ir embætt­is- og stjórn­mála­mönn­um, líkt og áður, þó að slegið hafi í bak­segl­in eft­ir hrun viðskipta­bank­anna 2008. Og Ey­kon sá lík­lega aldrei fyr­ir sér að til yrðu líf­eyr­is­sjóðir með þann fjár­hags­lega styrk sem raun hef­ur orðið. Hann hefði ör­ugg­lega fagnað upp­bygg­ingu sjóðanna en um leið gert al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við hvernig skipu­lagi þeirra er háttað, jafnt er varðar áhrifa­leysi al­mennra sjóðfé­laga á störf og stefnu, og eins að launa­fólk hefði ekki frelsi til að velja eig­in líf­eyr­is­sjóð.

Í mars síðastliðnum fjallaði ég um kröf­una um aukið lýðræði í líf­eyr­is­sjóðunum. Þar hélt ég því fram að kraf­an um að launa­fólk komi með bein­um hætti að því að móta stefnu líf­eyr­is­sjóðanna og hafi áhrif á það hverj­ir veiti þeim for­ystu væri skýr. Sam­tök at­vinnu­rek­enda og for­ystu­menn verka­lýðsfé­laga gætu ekki leyft sér að virða þá kröfu að vett­ugi. Slíkt leiddi aðeins til auk­inn­ar tor­tryggni, van­trausts og óánægju. For­ystu­menn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins (SA) svöruðu skrif­un­um með þjósti og yf­ir­læti.

Frelsi til að velja líf­eyr­is­sjóð og hafa áhrif á stefnu og störf sjóðanna hef­ur aldrei verið mik­il­væg­ara en nú. Um­svif þeirra í ís­lensku efna­hags­lífi hafa aldrei verið meiri og því er vald­dreif­ing mik­il­væg­ari en áður og hlut­fall iðgjalda af heild­ar­laun­um launa­fólks fer hækk­andi og verður 15,5%.

Starfs­hóp­ur um hlut­verk

Það verður for­vitni­legt þegar starfs­hóp­ur for­sæt­is­ráðherra um hlut­verk líf­eyr­is­sjóðanna í upp­bygg­ingu at­vinnu­lífs skil­ar af sér skýrslu og til­lög­um, en hon­um er meðal ann­ars ætlað að horfa til eft­ir­far­andi:

  1. Hvaða efna­hags­legu og sam­keppn­is­legu hætt­ur fel­ast í víðtæku eign­ar­haldi líf­eyr­is­sjóða í at­vinnu­fyr­ir­tækj­um? Er æski­legt að setja regl­ur eða gera laga­breyt­ing­ar um eign­ar­hald og aðkomu líf­eyr­is­sjóða að stjórn­un at­vinnu­fyr­ir­tækja til að draga úr áhættu sjóðanna og tryggja sam­keppni á markaði?
  2. Hvert er vægi eigna líf­eyr­is­sjóða og annarra fjár­festa í skráðum og óskráðum verðbréf­um nú og fyr­ir ára­tug og hvernig er lík­legt að það þró­ist á næstu árum og ára­tug­um? Er þörf á að gera ráðstaf­an­ir til að draga úr vægi líf­eyr­is­sjóða í ís­lensku efna­hags­lífi?
  3. Hvernig hef­ur eign­ar­hald fag­fjár­festa í skráðum fyr­ir­tækj­um í ná­læg­um ríkj­um þró­ast? Get­um við dregið lær­dóm af umræðu inn­an annarra OECD-ríkja um áhættu­dreif­ingu og aðkomu líf­eyr­is- og verðbréfa­sjóða að stjórn­un at­vinnu­fyr­ir­tækja?

Í næstu viku fjalla ég frek­ar um um­svif líf­eyr­is­sjóða í ís­lensku at­vinnu­lífi, ágæti þess en einnig þær hætt­ur sem eru því sam­fara.

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :