Útgjöld á tímum ríkisstjórna „vinstri“ og „hægri“

Það eru ör­ugg­lega ekki marg­ir sem skemmta sér við að lesa rík­is­reikn­ing, nema þá ein­hverj­ir „nör­d­ar“ sem hafa sér­stak­lega gam­an af töl­um. Ekki einu sinni lög­gilt­ir end­ur­skoðend­ur virðast áhuga­sam­ir þegar rík­is­reikn­ing­ur kem­ur út. Þó eru rík­is­reikn­ing­ar hvers árs full­ir af upp­lýs­ing­um og nær enda­laus upp­spretta frétta um hvernig sam­eig­in­leg­um fjár­mun­um okk­ar er varið.

 

Rík­is­reikn­ing­ur 2016, sem var gerður op­in­ber fyr­ir skömmu, ber merki um efna­hags­leg­an upp­gang. Skatt­tekj­ur og trygg­inga­gjöld voru tölu­vert hærri en gen gið hafði verið út frá við gerð fjár­laga árs­ins – 32 millj­arðar króna. Heild­ar­tekj­ur, að frá­töld­um tekj­um vegna stöðug­leikafram­laga (tæp­ir 415 millj­arðar), hækkuðu um nær 62 millj­arða á milli ára eða um 9%. Í krónu­tölu hækkuðu tekj­ur af virðis­auka­skatti mest (22,7 millj­arðar) og tekju­skatti ein­stak­linga (21,9 millj­arðar).

Árið 2016 var síðasta ár rík­is­stjórn­ar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks, sem tók við stjórn­artaum­un­um í maí 2013 af rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna. Árið 2012 var því síðasta heila ár vinstri stjórn­ar­inn­ar. Sam­an­b­urður á þess­um tveim­ur árum – 2012 og 2016 – sam­kvæmt rík­is­reikn­ing­um er því for­vitni­leg­ur.

Mik­il hækk­un tekna

Á meðfylgj­andi töflu yfir tekj­ur rík­is­sjóðs sést vel hvað tekj­ur rík­is­sjóðs hafa vaxið gríðarlega að raun­v­irði en all­ar töl­ur fyr­ir 2012 hafa verið fram­reiknaðar til verðlags 2016 m.v. vísi­tölu neyslu­verðs. Tekju­skatt­ur ein­stak­linga var 37% hærri að raun­v­irði og tekju­skatt­ur fyr­ir­tækja liðlega 65% hærri. Fjár­magn­s­tekj

u­skatt­ur tvö­faldaðist á milli ár­anna.

Alls voru skatt­tekj­ur og trygg­inga­gjöld um 150 millj­örðum krón­um hærri að raun­v­irði árið 2016 en 2012. Hækk­un­in var 29%. Aðrar tekj­ur voru tæp­lega 26% hærri og mun­ar þar mest um aukn­ar arðgreiðslur, sér­stak­lega frá Lands­bank­an­um.

Heild­ar­tekj­ur rík­is­ins, að frá­töld­um stöðug­leikafram­lög­um, voru liðlega 172 millj­örðum krón­um hærri að raun­v­irði á síðasta ári en 2012. Hækk­un um 30%.

Útgjaldaþensla

Ef lýsa ætti þróun rík­is­fjár­mála með einu orði, þá kemst orðið út­gjaldaþensla ágæt­lega ná­lægt því. Það er al­veg sama á hvaða liði út­gjalda er litið, – nær allt hef­ur hækkað.

Hægt er að flokka út­gjöld rík­is­sjóðs með ýms­um hætti en í rík­is­reikn­ingi er gjöld­um meðal ann­ars skipt á mála­flokka og er stuðst við alþjóðleg­an staðal Sam­einuðu þjóðanna (Classi­ficati­on of the Functi­ons of Go­vern­ment, COF­OG) en hann aðlagaður að ís­lensk­um aðstæðum. Meðfylgj­andi er tafla með út­gjöld­um rík­is­ins í helstu mála­flokk­um og bor­in sam­an árin 2012 og 2016.

 

Heild­ar­út­gjöld voru 253 millj­örðum krón­um hærri á síðasta ári en 2012 sem er 41% raun­hækk­un. Vert er að benda á að á síðasta ári voru fram­lög vegna líf­eyr­is­skuld­bind­inga hækkuð veru­lega vegna upp­gjörs á skuld­bind­ing­um A-deild­ar Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins (LSR). Gjald­færsla og greiðslur í tengsl­um við upp­gjörið námu um 110 millj­örðum en rík­is­sjóður fjár­magnaði jafn­framt hlut­deild rík­isaðila í B- og C-hluta. Þess ber að geta að fram­lög­in leggja grunn að því að sam­ræma líf­eyr­is­rétt­indi á op­in­ber­um og al­menn­um vinnu­markaði.

Frá ár­inu 2014 hef­ur niður­færsla (leiðrétt­ing) á verðtryggðum hús­næðis­skuld­um heim­il­anna verið sér­stak­ur út­gjaldaliður. Sam­tals nema fram­lög til niður­færslu liðlega 70 millj­örðum króna, þar af 15,7 millj­örðum á liðnu ári.

Þegar litið er fram hjá fram­lög­um vegna líf­eyr­is­skuld­bind­inga, niður­færslu skulda og vaxta­kostnaði, þá voru út­gjöld rík­is­sjóðs á síðasta ári 100 millj­örðum krón­um hærri að raun­v­irði en 2012. Hækk­un­in var rúm­lega 19%.

38 millj­arða aukn­ing

Útgjöld til heil­brigðismála voru rúm­lega 38 millj­örðum hærri á síðasta ári en 2012 og er þetta raun­hækk­un um 29%. Þvert á það sem ætla mætti af op­in­berri umræðu juk­ust fram­lög til Land­spít­al­ans veru­lega. Á síðasta ári námu þau um 52,8 millj­örðum króna sem er 12,6 millj­arða raun­hækk­un.

Svipað er að segja um út­gjöld vegna al­manna­trygg­inga. Raun­aukn­ing til al­manna­trygg­inga – líf­eyr­is­trygg­inga og bóta vegna fé­lags­legr­ar aðstoðar – var rúm­lega 22 millj­arðar króna á milli ár­anna eða 28%. Raun­hækk­un­in jafn­gild­ir liðlega 14% af öll­um tekju­skatti ein­stak­linga á síðasta ári og um 26% af trygg­inga­gjöld­um.

Sé litið til skipt­ing­ar mála­flokka sam­kvæmt staðli Sam­einuðu þjóðanna eru örfá dæmi um lækk­un út­gjalda rík­is­ins á milli um­ræddra ára, fyr­ir utan fjár­magns­kostnað. Tæp­lega 13% lækk­un var á fram­lög­um til land­búnaðar eða um 2,2 millj­arðar að raun­gildi. Útgjöld vegna at­vinnu­leys­is lækkuðu veru­lega enda hef­ur at­vinnu­ástand gjör­breyst. Árið 2012 voru að meðaltali 10.900 án vinnu sam­kvæmt sam­an­tekt Hag­stof­unn­ar en á síðasta ári 5.900. Þá fjölgaði starf­andi um 21.300 og voru að meðaltali 190.600 á síðasta ári.

Fram­lög vegna vaxta­bóta lækkuðu einnig, eins og við mátti bú­ast, þar sem skuld­astaða heim­il­anna hef­ur batnað veru­lega á síðustu árum (m.a. vegna skulda­leiðrétt­ing­ar) og tekj­ur hækkað.

Áfram haldið að auka út­gjöld

Fjár­lög yf­ir­stand­andi árs gera ráð fyr­ir veru­legri raun­aukn­ingu út­gjalda frá síðasta ári eða um 8,5%. Í fjár­mála­áætl­un 2018 til 2022, sem meiri­hluti Alþing­is samþykkti fyr­ir nokkr­um vik­um, er gengið út frá að haldið verði áfram á götu út­gjalda­aukn­ing­ar. Í nefndaráliti meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar kem­ur fram að út­gjöld án viðbót­ar­stofn­kostnaðar, vaxta og líf­eyr­is­skuld­bind­inga, hækki um 83 millj­arða að raun­gildi frá fjár­lög­um þessa árs til árs­ins 2022.

Fram­lög til sjúkra­húsþjón­ustu, heil­brigðisþjón­ustu utan sjúkra­húsa, hjúkr­un­ar- og end­ur­hæf­ing­ar og lyfja og lækn­inga­vara hækka um rúm­lega 34 millj­arða króna. Fram­lög vegna aldraðra, ör­yrkja og mál­efna fatlaðra hækka um liðlega 23 millj­arða að raun­gildi. Þessu til viðbót­ar verða fram­lög til stofn­kostnaðar og tækja­kaupa hækkuð veru­lega sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un.

Um það deil­ir eng­inn (eða a.m.k. fáir) að eft­ir mög­ur og erfið ár, í kjöl­far fjár­málakrepp­unn­ar, var nauðsyn­legt að auka fram­lög rík­is­ins í mörg­um mála­flokk­um og þá ekki síst til heil­brigðismála og al­manna­trygg­inga. Við eig­um enn eft­ir að lyfta grett­i­staki við end­ur­nýj­un og upp­bygg­ingu innviða.

En þrátt fyr­ir gríðarlega aukn­ingu út­gjalda til flestra mála­flokka er op­in­ber umræða mörkuð af tali um niður­skurð og það jafn­vel blóðugan. Þótt staðreynd­ir sýni annað er til­finn­ing margra að enn sé verið að herða „sultaról­ina“. Af hverju? Ég kann ekki svarið. Kannski er það vegna þess að ein­hverj­ir hafa hags­muni af því að draga upp ranga mynd af stöðunni. Ef til vill hafa tals­menn rík­is­stjórna frá 2013 ekki staðið sig vel við að koma rétt­um upp­lýs­ing­um á fram­færi. Svo kann að vera að aukn­ing út­gjalda sé ekki ávís­un á bætta þjón­ustu – að vandi verði ekki alltaf leyst­ur með því að setja meiri fjár­muni í verk­efni.

Share