Ég er stoltur Íslendingur

Árang­ur okk­ar Íslend­inga er frem­ur í ætt við æv­in­týri en raun­veru­leika.

Frammistaða karla­landsliðsins í fót­bolta er án for­dæma og vek­ur heims­at­hygli. Sig­ur­inn á Króöt­um, síðasta sunnu­dag, var magnaður og lif­ir lengi í minn­ing­unni, líkt og ár­ang­ur­inn í Frakklandi síðasta sum­ar. Kvenna­landsliðið er eng­inn eft­ir­bát­ur og er á leið á Evr­ópu­mót í knatt­spyrnu. Landslið karla í körfu­bolta hef­ur náð ótrú­leg­um ár­angri og tek­ur þátt í riðlakeppni EuroBa­sket síðar í sum­ar. Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir hef­ur náð að skipa sér í flokk fremstu kylf­inga heims. Landslið okk­ar í hand­bolta hef­ur oft aukið hróður okk­ar í öðrum lönd­um með frá­bær­um ár­angri. Í frjáls­um íþrótt­um eig­um við af­reks­fólk í fremstu röð og einnig í sundi.

Millj­ónaþjóðir láta sig aðeins dreyma um að eign­ast af­reks­fólk á flest­um sviðum íþrótta líkt og við Íslend­ing­ar. Árang­ur ís­lenskra íþrótta­manna er langt um­fram það sem hægt er að ætl­ast til af nokk­urri skyn­semi.

Hið sama á við um list­ir og menn­ingu.

Íslensk­ir rit­höf­und­ar hafa náð að hasla sér völl í hörðum heimi heims­bók­mennta. Í tónlist er ár­ang­ur­inn magnaður. Allt frá Björk til Of Mon­sters and Men, frá Mezzof­orte til Kal­eo, að ógleymd­um Jó­hanni Jó­hanns­syni tón­skáldi, svo fá­ein­ir séu nefnd­ir. Í heimi klass­ískr­ar tón­list­ar eig­um við af­burðafólk. Íslensk­ir kvik­mynda­gerðar­menn hafa gert garðinn fræg­an. Þannig má lengi telja.

Öryggi, friðsæld og vel­meg­un

En það er ekki aðeins á sviði íþrótta, lista og menn­ing­ar sem við Íslend­ing­ar höf­um náð ár­angri.

Tek­ist hef­ur að byggja upp ein­hvern hag­kvæm­asta og arðbær­asta sjáv­ar­út­veg heims. Í stað þess að þurfa á op­in­ber­um styrkj­um að halda, eins og t.d. sjáv­ar­út­veg­ur í Evr­ópu­sam­band­inu, Nor­egi og í Banda­ríkj­un­um, greiðir ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur ekki aðeins skatta líkt og aðrar at­vinnu­grein­ar held­ur millj­arða í auðlinda­gjöld. Mar­el hef­ur verið leiðandi há­tæknifyr­ir­tæki á sviði vél­búnaðar fyr­ir mat­væla­fram­leiðslu. Össur hef­ur brotið blað í gerð stoðtækja. Um allt land eru frum­kvöðlar að störf­um og leggja grunn að fyr­ir­tækj­um, með nýrri hugs­un og aðferðum. Heil­næmi mat­væla er lík­lega hvergi meira en hér á landi. Notk­un sýkla­lyfja í land­búnaði er minnst á Íslandi og í Nor­egi. Í fáum lönd­um heims starfa hlut­falls­lega fleiri að rann­sókn­um en á Íslandi. Jafn­rétti kynj­anna er óvíða meira. At­vinnuþátt­taka kvenna er hvergi meiri og er ein ástæða góðra lífs­kjara.

Þannig er stöðugt unnið að því að styrkja og byggja und­ir bætt lífs­kjör.

Við get­um haldið áfram:

 • Ísland er í ní­unda sæti á lista Sam­einuðu þjóðanna yfir þau ríki þar sem lífs­gæði eru mest í heim­in­um.
 • Íslend­ing­ar eru þriðja ham­ingju­sam­asta þjóð heims, á eft­ir Norðmönn­um og Dön­um, sam­kvæmt ham­ingju­vísi­tölu Sam­einuðu þjóðanna.
 • Íslenska heil­brigðis­kerfið er það annað besta í heim­in­um sam­kvæmt út­tekt sem birt­ist í Lancet, einu virt­asta vís­inda­riti heims á sviði lækn­is­fræði.
 • Hvergi í Evr­ópu er ung­barnadauði jafn lít­ill og á Íslandi.
 • Sam­kvæmt Alþjóðaefna­hags­ráðinu –-World Economic For­um – er Ísland í fjórða sæti á lista þeirra landa þar sem jöfnuður er mest­ur. Á síðustu fimm árum hef­ur jöfnuður hvergi auk­ist meira en á Íslandi, Nýja-Sjálandi og í Ísra­el.
 • Ísland er ör­ugg­asta og friðsam­asta land heims sam­kvæmt Global Peace Index og Institu­te for Economics and Peace.
 • Ísland er í 13. sæti yfir ný­sköp­un­ar­ríki heims sam­kvæmt Global Innovati­on Index 2016.
 • Sam­kvæmt lista Alþjóðafjar­skipta­sam­bands­ins um stöðu og þróun upp­lýs­inga­sam­fé­lags­ins er Ísland í öðru sæti.
 • Ísland er eitt af tíu ríkj­um heims þar sem frelsi fjöl­miðla er mest að mati Fjöl­miðla án landa­mæra.
 • Sam­kvæmt könn­un Sam­einuðu þjóðanna er Ísland í efsta sæti yfir lönd sem standa best þegar kem­ur að sjálf­bærri þróun og heilsu.
 •  Ísland er meðal þeirra ríkja þar sem jafn­rétti kynj­anna er mest í heim­in­um.

Án drambs eða hroka

Ég hef alla tíð verið stolt­ur af því að vera Íslend­ing­ur. Ég er stolt­ur af sög­unni, menn­ing­unni, nátt­úr­unni – hreyk­inn af því að til­heyra fá­mennri þjóð sem hef­ur tek­ist að varðveita tungu­mál sitt. Stolt­ur af því hvernig afar mín­ir og ömm­ur og síðar pabbi og mamma tóku þátt í að leggja grunn­inn að einu mesta vel­ferðarríki heims. Stolt­ur af því hvernig fyrri kyn­slóðir brut­ust út úr gildru eins mesta fá­tækt­ar­rík­is Evr­ópu, svo ég og aðrir sem á eft­ir hafa komið geti notið vel­meg­un­ar.

Við Íslend­ing­ar get­um borið höfuðið hátt án dramb­semi eða hroka gagn­vart öðrum þjóðum. En því miður virðist ekki leyfi­legt að draga fram það já­kvæða, án þess að eiga það á hættu að vera sakaður um þjóðrembu og of­læti.

Þeir eru til sem sjá fátt gott við Ísland og það sem ís­lenskt er. Sum­ir álits­gjaf­ar og jafn­vel heilu stjórn­mála­flokk­arn­ir gera út á að grafa und­an til­trú á landi og þjóð. Allt hið nei­kvæða er dregið fram og annað sagt frem­ur hallæris­legt og ófag­legt. Þeir sem and­mæla eru sakaðir um að vera „full­trú­ar gamla Íslands“ og varðmenn sér­hags­muna. Með orðum og at­höfn­um er alið á van­trausti á helstu stofn­un­um sam­fé­lags­ins og van­traust­stil­lög­ur á ráðherra og rík­is­stjórn­ir boðaðar í tíma og ótíma, án þess að staðið sé við stóru orðin.

Um það verður hins veg­ar ekki deilt að það er ým­is­legt sem bet­ur má fara og verk­efn­in eru mörg. Þeir sem stöðugt finna að öllu, sjá aðeins hið svarta en skynja ekki mögu­leika framtíðar eru hins veg­ar ekki lík­leg­ir til að leysa nauðsyn­legt verk­efni – skipt­ir engu hvort það snýr að al­manna­trygg­ing­um, heil­brigðis­kerfi og mennta­mál­um. Að ekki sé minnst á at­vinnu­mál og nauðsyn­lega upp­bygg­ingu innviða, sam­hliða hóf­samri skatt­heimtu.

Um eitt er ég full­viss. Þær kyn­slóðir Íslend­inga sem brut­ust úr fá­tækt til bjargálna og loks til vel­meg­un­ar á síðustu öld létu böl­móðinn og nei­kvæðnina aldrei ná tök­um á sér.

Share