Greining á kjánaskap

Eygló Harðardótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrrverandi ráðherra, er á bökkum hildar vegna þess að svokallað áfengisfrumvarp var afgreitt út úr nefnd síðastliðinn föstudag. Frumvarpið hefur verið til umfjöllunar þingsins frá því í febrúar. Ráðherrann fyrrverandi heldur því fram að ­frum­varpið hafi verið „rifið“ út úr alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd eftir að miklar breytingar hafi verið gerðar.

Á facebook-síðu sinni skrifar Eygló og er mikið niðri fyrir:

„Ekki var orðið við ósk­um minni­hlut­ans um að fá ráðrúm til að kynna sér til­lög­urn­ar, en þær bár­ust rétt fyr­ir fund. Hafnað var að fá gesti á nýj­an leik í ljósi þess hversu viðamikl­ar breyt­ing­arn­ar voru. Eng­inn tími né áhugi var á að bíða eft­ir um­sögn­um vel­ferðar- og fjár­laga­nefnd­ar um málið. Auk þess hef­ur nefnd­inni ekki borist skrif­legt svar for­sæt­is­nefnd­ar við beiðni um skýrslu frá Hag­fræðistofn­un um út­tekt á þjóðhags­leg­um áhrif­um breyt­ing­anna.“

Þorsteinn Sigurlaugsson, hagfræðingur greinir þetta allt rétt á bloggsíðu sinni og þarf ekki mörg orð:

„Hvers vegna í ósköpunum ætti að þurfa greiningu á þjóðhagslegum áhrifum þess að látið verði af þeim kjánaskap að banna fólki að opna vínbúðir, líkt og um einhverjar meiriháttar efnahagslegar breytingar eða stórfjárfestingar væri að ræða?

Það er nú meiri eljan sem sumt fólk sýnir í baráttu sinni gegn sjálfsögðu frelsi annarra.”

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :