Launakostnaður Stjórnarráðsins nær þrefaldast

Launakostnaður Stjórnarráðsins nær þrefaldast

Launakostnaður Stjórnarráðsins hefur tæplega þrefaldast á föstu verðlagi frá árinu 1990. Á síðasta ári var launakostnaðurinn um 3.746 milljónum króna hærri en 1990 eða alls 5.807 milljónir króna.

Þessar upplýsingar koma fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um launakostnað og fjölda starfsmanna. Hlutfall launakostnaðar Stjórnarráðsins af heildarlaunakostnaði ríkissjóðs hefur hækkað úr 2,3% í 3,4%, en fór hæst í 3,7% árin 2011 og 2012.

Frá aldamótum hefur launakostnaður Stjórnarráðsins hækkað úr 3.930 milljónum í 5.807 milljónir eða um 1.877 milljónir króna og er þá miðað við verðlag 2016.

Svar fjármála- og efnahagsráðherra er hér.

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :