Launakostnaður og fjöldi ríkisstarfsmanna

Í fyrirspurn til fjármála- og efna­hagsráðherra er óskað eftir ýmsum upplýsingum um launa­kostnað og fjölda starfs­manna ríkisins. Ég vil fá upplýsingar um hvernig þróunin hefur verið síðustu 25 ár og hvernig hlutfall launakostnaðar af frumútgjöldum ríkisins hefur verið.

Fyrirspurnin í heild:

1.      Hvernig hefur launakostnaður vegna starfsmanna Stjórnarráðsins þróast frá árinu 1990? Svar óskast sundurliðað eftir árum á verðlagi hvers árs og á föstu verðlagi 2016.
2.      Hvernig hefur hlutfall launakostnaðar Stjórnarráðsins af heildarlaunakostnaði ríkissjóðs þróast frá árinu 1990?
3.      Hvernig hefur launakostnaður ríkissjóðs í heild þróast frá árinu 1990? Svar óskast sundurliðað eftir árum á verðlagi hvers árs og á föstu verðlagi 2016.
4.      Hvernig hefur hlutfall heildarlaunakostnaðar ríkisins af frumútgjöldum þróast frá árinu 1990?
5.      Hvernig hefur fjöldi starfsmanna ríkisins, ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja þróast frá árinu 1990? Svar óskast sundurliðað eftir árum og að tekið verði tillit til færslu verkefna og starfsmanna frá ríki til sveitarfélaga.

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :