Gjörbreytt heimsmynd

Gjörbreytt heimsmynd

Kannski var það blanda af ósk­hyggju og ein­feldn­ings­hætti sem fékk okk­ur flest til að trúa því að Vla­dimir Pútín myndi aldrei fyr­ir­skipa rúss­neska hern­um að gera inn­rás í Úkraínu – frjálst og full­valda ríki. Við erum oft blá­eygð gagn­vart of­beld­is­mönn­um sem ógna frelsi og friði. Neville Cham­berlain, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, lýsti því yfir að friður væri tryggður, eft­ir að hafa gert sam­komu­lag við Hitler á fundi í München í sept­em­ber 1938. Hann ráðlagði sam­lönd­um sín­um að fara heim og sofa ró­leg­ir. Á meðan Bret­land svaf lagði þýski her­inn und­ir sig Súdeta­land í Tékklandi og í mars 1939 lagði Hitler Tékk­land und­ir sig að fullu. Frjáls­ar þjóðir Evr­ópu vöknuðu ekki fyrr en 1. sept­em­ber þegar þýski her­inn gerði inn­rás í Pól­land.

Auðvitað voru þeir til sem höfðu uppi sterk varnaðarorð í aðdrag­anda seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Winst­on Churchill sat und­ir ásök­un­um um að vera stríðsæs­ingamaður. Hann sá og mat hrott­ana und­ir merkj­um nas­ista rétt. Þá líkt og í aðdrag­anda inn­rás­ar­inn­ar í Úkraínu féllu varnaðarorðin fyr­ir dauf­um eyr­um.

Þjóðir Evr­ópu hafa greitt hátt verðið fyr­ir and­vara­leysi gagn­vart yf­ir­gangi ein­ræðis­herra sem eru til­bún­ir til að beita hervaldi gegn ná­grannaþjóðum. Enn og aft­ur kenn­ir sag­an okk­ur erfiða lex­íu: Hernaðarleg­ur styrk­ur og samstaða lýðræðisþjóða er eina leiðin til að stöðva of­beld­is­menn sem virða ekki full­veldi frjálsra þjóða. Og ein­mitt þess vegna geta lönd Evr­ópu, Banda­rík­in og önn­ur lýðræðis­ríki ekki setið hjá líkt og áhorf­end­ur þegar hernaðar­veldi legg­ur til at­lögu við ná­granna­ríki. Lýðræðið sjálft er í húfi.

Umpól­un í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um

Inn­rás­in í Úkraínu í síðustu viku breytti heims­mynd­inni til fram­búðar. Jafn­vel aðdá­end­ur Pútíns á Vest­ur­lönd­um hafa neyðst til að horf­ast í augu við staðreynd­ir. Traust­ustu banda­menn Rúss­lands­for­seta hafa yf­ir­gefið hann – a.m.k. í bili. Allt frá Milo Zem­an for­seta Tékk­lands, til Vikt­ors Or­bán í Ung­verjalandi, Matteo Sal­vini, leiðtoga Norður­banda­lags­ins á Ítal­íu, og Mar­ine Le Pen, leiðtoga þjóðern­is­sinna í Frakklandi. Árum sam­an hafa þess­ir stjórn­mála­menn borið blak af Pútín og endurómað áróður og lyg­ar sem þjónuðu hags­mun­um Kreml­verja.

Sundraðar þjóðir Evr­ópu­sam­bands­ins hafa loks­ins náð að sam­ein­ast í um­fangs­mikl­um efna­hagsþving­un­um gegn Rússlandi ásamt Banda­ríkj­un­um og öðrum lýðræðisþjóðum, þar á meðal Íslandi. Pútín hef­ur því tek­ist það sem leiðtog­um Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur reynst ókleift. For­ystu­fólk inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins er hægt og bít­andi að láta af draumór­um um að sam­bandið sjálft hafi bol­magn og póli­tískt þrek til að tyggja frið, ör­yggi og frelsi í Evr­ópu.

Stjórn­völd og al­menn­ing­ur um alla Evr­ópu hafa neyðst til að end­ur­skoða af­stöðu og stefnu í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um – ekki síst þær þjóðir sem standa utan NATO. Vax­andi stuðning­ur við þátt­töku í varn­ar­banda­lagi vest­rænna þjóða er í Finn­landi og Svíþjóð. Rúss­nesk stjórn­völd hafa í hót­un­um við þess­ar frændþjóðir okk­ar, ef þær hug­leiða aðild. Sviss hef­ur í raun yf­ir­gefið hlut­leys­is­stefnu sína og sömu sögu er að segja af Aust­ur­ríki. Hans Dahlgren, ESB-ráðherra Svíþjóðar, seg­ir mik­il­vægt að grípa til frek­ari ráðstaf­ana til að ein­angra Rúss­land. Í fyrsta skipti frá 1939 hafa Sví­ar heim­ilað vopna­flutn­ing til átaka­svæðis – Úkraínu.

Al­gjör umpól­un hef­ur átt sér stað í Þýskalandi. Þjóðverj­ar hafa ákveðið að senda vopn til Úkraínu. Olaf Scholz, kansl­ari vinstri stjórn­ar, hef­ur lýst því yfir að út­gjöld til her­mála verði auk­in í 2% af lands­fram­leiðslu. Þýski her­inn verður stór­efld­ur með 100 millj­arða evra auka­fjár­veit­ingu.

Við Íslend­ing­ar stönd­um einnig frammi fyr­ir því að end­ur­meta stefnu okk­ar í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Við þurf­um að styrkja enn frek­ar sam­vinnu meðal ríkja NATO og við verðum að tryggja fram­kvæmd varn­ar­samn­ings­ins við Banda­rík­in. Stjórn­völd, en ekki síður stjórn­mála­flokk­ar, kom­ast ekki hjá því að end­ur­skoða stefnu sína í ut­an­rík­is­mál­um og sam­vinnu frjálsra þjóða í varn­ar­banda­lagi. Ekki er hjá því kom­ist að móta nýju stefnu í mál­efn­um norður­slóða.

Í skjóli veik­lynd­is

Þegar Pútín fyr­ir­skipaði inn­rás­ina í Úkraínu var hann greini­lega sann­færður um skjót­an ár­ang­ur. Auðvelt yrði að koma Volodimír Selenskí, for­seta Úkraínu, og stjórn hans frá völd­um. Í skjóli veik­lynd­is og klofn­ings Vest­ur­landa taldi Pútín sér óhætt að leggja til at­lögu.

En fyr­ir­staðan var meiri og öfl­ugri en Kreml­verj­ar reiknuðu nokkru sinni með. Hetju­leg fram­ganga Úkraínu­manna, und­ir for­ystu for­seta með ljóns­hjarta, gegn of­beld­is­fullu her­veldi hef­ur komið klík­unni í Kreml í opna skjöldu. En þrátt fyr­ir hetju­lega vörn er því miður lík­legt að Kænug­arður falli í hend­ur rúss­neska hers­ins á kom­andi dög­um, sem verða skelfi­leg­ir, ekki síst fyr­ir al­menna borg­ara.

Eft­ir sund­ur­lyndi hafa Vest­ur­lönd borið gæfu til þess að þétta raðirn­ar og standa sam­an eft­ir inn­rás­ina. Sú samstaða má ekki rofna. Víðtæk­ar efna­hags­leg­ar refsiaðgerðir skipta miklu en við verðum einnig að tryggja Úkraínu­mönn­um vopn og land­flótta fólki skjól til lengri eða skemmri tíma.

Eft­ir standa lyg­ar og blekk­ing­ar Pútíns, sem verður stöðugt ein­angraðri í sam­fé­lagi þjóða. Rúss­nesk­ur al­menn­ing­ur á betra skilið en að búa við ein­ræði og ógn­ar­stjórn Pútíns og skó­sveina hans. Um leið og við Íslend­ing­ar, líkt og öll Vest­ur­lönd, stönd­um með frjálsi Úkraínu, eig­um við einnig að taka okk­ur stöðu með frjálsu og lýðræðis­legu Rússlandi.

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :