Frá hungurmörkum til bjargálna, arðsemi og sjálfbærni

Frá hungurmörkum til bjargálna, arðsemi og sjálfbærni

Með kvóta­kerf­inu var hægt en ör­ugg­lega sagt skilið við kerfi sem var fjár­magnað með lak­ari lífs­kjör­um almenn­ings. Fyr­ir daga kvóta­kerf­is­ins var út­gerðar- og fisk­vinnslu­fyr­ir­tækj­um haldið við hung­ur­mörk með millifærsl­um og geng­is­fell­ing­um. Auðlind­um var sóað og sókn­ar­kerfi og póli­tísk miðstýr­ing leiddi til offjár­fest­ing­ar.

Kerfið allt var rotið – gegn­sýrt af milli­færsl­um til að styðja við óhag­kvæm­an og ósjálf­bær­an sjáv­ar­út­veg. Búin var til eins kon­ar vít­is­vél þar sem gengi krón­unn­ar var eitt helsta hag­stjórn­ar­tækið og það fellt reglu­lega. Geng­is­fell­ing, geng­is­sig, gengisaðlög­un urðu orð sem voru flest­um töm – hluti af veruleika ís­lensks launa­fólks sem bar byrðarn­ar til að halda óarðbær­um at­vinnu­rekstri áfram í súrefnis­vél.

Hlaðvarpsþátturinn er á flestum helstu veitum svo sem:

Spotify

Apple Podcast

Bodbean

Stitcher

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :