Frelsið á ekki samleið með óttanum

Frelsið á ekki samleið með óttanum

Við getum ekki notað sömu bar­áttuaðferðir og í upp­hafi þegar óvinurinn var lítið þekkt­ur. Við get­um ekki gripið til harka­legri sótt­varna en þegar við vor­um lítt var­in og sent tugi þúsunda í ein­angr­un eða sótt­kví þegar lang­stærsti hluti lands­manna er bólu­sett­ur og al­var­leg veik­indi fátíð.

Við sem eldri erum getum ekki kraf­ist þess að börn og ung­ling­ar sæti þving­un­um til að verja heilsu okk­ar. Skylda okk­ar er að tryggja að ungt fólk fái að lifa og þrosk­ast í samneyti við jafn­aldra sína, geti stundað nám og fé­lags­störf, farið á böll og komið sam­an á góðri stundu. Sótt­varnaaðgerðir verða að taka mið af þess­ari skyldu.

Og sóttvarnaraðgerðir verða að taka mið af því að hægt sé að tryggja gangverk samfélagsins – að það stöðvist ekki. Stjórnvöld og þá ekki síst yfirvöld heilbrigðismála verða að hafa andlegt þrek til að hlusta á gagnrýni og svara áleitnum spurningum, án hroka eða kynda undir ótta almennings. Í lýðfrjálsu landi geta borgararnir aldrei sætt sig við að stjórnvöld nýti sér ótt­ann til að rétt­læta tak­mark­an­ir á mann­leg­um sam­skipt­um.

Hægt er að hlusta á þáttinn á helsut hlaðvarpsveitum:

Apple Podcast

Spotify

Podbean

Stitcher

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :