Erfið og flókin brúarsmíði

Erfið og flókin brúarsmíði

Með hliðsjón af úrslitum kosninganna væri fráleitt annað en að forystumenn stjórnarflokkanna láti reyna á það hvort ekki séu forsendur til að halda samstarfinu áfram og það hafa þeir gert síðustu vikurnar. En verkefnið er langt í frá einfalt. Þrátt fyrir allt er hugmyndafræðilegur ágreiningur verulegur, allt frá skipulagi heilbrigðiskerfisins til orkunýtingar og orkuöflunar, frá sköttum til ríkisrekstrar, frá þjóðgörðum til skipulagsmála, frá refsingum og þvingunum í loftslagsmálum til jákvæðra hvata og nýtingar tækifæra í orkuskiptum. Forystumenn stjórnarflokkanna þurfa að leiða ágreining í þessum málum og fleirum „í jörð“ ef ákveðið verður að endurnýja samstarfið. Niðurstöður kosninganna verða hins vegar illa túlkaðar með öðrum hætti en þeim að til þess hafi formenn stjórnarflokkanna skýrt umboð meirihluta kjósenda.

Fáum getur dulist að í mörgum málum er langt á milli stjórnarflokkanna. Brúarsmíðin verður flókin og krefst útsjónarsemi og lagni smiðsins. Sá trúnaður og traust sem ríkt hefur á milli forystumanna stjórnarflokkanna hjálpar.

Um þetta og niðurstöðu kosninganna er fjallað að þessu sinni.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn í öllum helstu veitum svo sem:

Spotify

Apple Podcast

Podbean

Stitcher

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :