Háðsádeilur í þjóðfélögum skortsins

Háðsádeilur í þjóðfélögum skortsins

Kennari spyr nemanda: „Hver er móðir þín og hver er faðir þinn?

Nemandinn: Móðir mín er Rússland en faðir minn Stalín.

„Mjög gott,“ segir kennarinn. „Og hvað langar þig til að verða þegar þú verður stór“

„Munaðarleysingi“ svarar nemandinn.

Háðsádeil­ur, skop­sög­ur, brand­ar­ar eða sa­tír­ur, voru hluti af dag­legu lífi al­menn­ings í Sov­ét­ríkj­un­um og lepp­ríkj­um þeirra, und­ir ógn­ar­stjórn komm­ún­ista. Hið sama á við um kúg­un­ar­stjórn­ir víða um heim hvort sem þær kenna sig við komm­ún­isma eða sósí­al­isma. Sög­urn­ar eru ádeila á ríkj­andi stjórn­ar­far og veita innsýn og oft betri skiln­ing á sam­fé­lög kúg­un­ar, en lang­ar frétta­skýr­ing­ar eða fræðigrein­ar.

Fyr­ir venju­legt fólk sem býr við ógn­ar­stjórn sósí­al­ista hafa brand­ar­ar og háð verið mik­il­væg sam­skipta­tæki sem mynda far­veg til að tjá gremju, reiði og fyr­ir­litn­ingu á stjórn­ar­far­inu. Í þjóðfé­lög­um skorts­ins verður háðsádeil­an ör­lít­il bylt­ing almúg­ans sem berst í bökk­um við að út­vega sér hvers­dags­leg­ar nauðsynja­vör­ur og lif­ir í stöðugum ótta.

Hægt er að hlusta á þáttinn í öllum helstu hlaðvarpsveitum:

Apple Podcast

Spotify

Podbean

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :