Skilaboð út og suður

Staða er þessi:

Samfylkingin er að hverfa af sviði stjórnmálanna. Þjóðarpúls Gallups mælir fylgi flokksins 9,2% í janúar. Samkvæmt nýrri könnun MMR er fylgið 9,4%. 

Egill Helgason greinir stöðu Samfylkingarinnar með eftirfarandi hætti: 

„Fátt virðist geta stöðvað þennan fylgisflótta. Árni Páll Árnason, formaður flokksins, stendur afar veikt – hann er augljóslega ekki að höfða til kjósenda. Ekkert fararsnið virðist á honum. Árni var endurkjörinn formaður með minnsta mögulega mun í fyrra. Mjög lítil endurnýjun hefur verið í flokknum, skilaboðin sem koma frá honum eru út og suður – forystumönnum flokksins virðist ekki liggja mikið á hjarta.“

Ég held að litlu sé við þessa greiningu Egils að bæta.

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :