Það „besta sem við geymum í okkur; gjafmildi, ástúð og kærleika“

Það „besta sem við geymum í okkur; gjafmildi, ástúð og kærleika“

Ég er af þeirri kynslóð sem naut þeirrar gæfu að alast upp og mótast þegar herra Sigurbjörn Einarsson sat á stóli biskups. Djúpstæð trúarsannfæring einkenndi allt hans mikla starf. Án hroka eða yfirlætis. Í huga Sigurbjarnar er kristin trú „ekkert að miklast af“ heldur viljinn að „lofa Guði að lýsa á gluggann, inn í hjartað“.

Í huga Sigurbjarnar laðar boðskapur jólahátíðarinnar fram það „besta sem við geymum í okkur; gjafmildi, ástúð og kærleika“. Hann efaðist aldrei um boðskapinn eða þýðingu jólanna fyrir manninn. 

Björn Jónsson – Björn í Bæ (1902-1989) var ekki prestlærður en trúaður maður. Í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið 1982 benti hann á að þótt við fáum ekki svar við öllum spurningum sé vert „að hafa í huga hvílík reginvilla það er að vera trúlaus á handleiðslu hins góða, sem við hljótum að trúa að sé til og það jafnvel í okkur sjálfum, ef vel er að gáð“.

Hátíð ljóssins er friðarstund sem vekur vonir þar sem mætast hið jarðneska og hið himneska, kærleikur og minningar. Við fögnum komu frelsarans, þökkum fyrir það sem var og það sem er og verður, hugum að ástvinum okkar og reynum að létta undir með þeim sem höllum fæti standa.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn á helstu veitum:

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :