Enginn spyr

Enginn spyr

Rósa Björk Brynjólfsdóttir var kjörin á þing fyrir VG, fór úr flokknum í september og gekk til liðs við Samfylkinguna fyrir nokkrum dögum. Samfylkingin hefur stutt aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og barist fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hittir naglann á hausinn þegar hann veltir fyrir sér hvers vegna fjölmiðlamenn spyrja ekki augljósra spurninga. Í færslu á fésbók skrifar hann:

„Æ oftar klórar maður sér í hausnum þegar fréttir eru lesnar. Nýlega voru fréttir í öllum fjölmiðlum um að Rósa Björk hefði gengið í Samfylkinguna með tilheyrandi viðtölum við þingmanninn. Af þeim að dæma virtist hún smellpassa við stefnu Samfylkingarinnar. Engum fréttamanni datt í hug að spyrja hana um hvort að afstaða hennar til NATO og ESB hefði breyst skyndilega. Kannski mundi enginn fréttamaður eftir því að Rósa Björk hafði verið í þingflokki Vg alveg fram á haust. “

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :