Tug milljarða árleg sóun

Þrátt fyrir yfirlýst markmið um annað hefur regluvæðing atvinnulífsins í mörgum tilfellum dregið úr hagkvæmni, komið niður á virkri samkeppni og gengið gegn hagsmunum neytenda. Frumkvæði er ekki verðlaunuð og framtaksmaðurinn látinn þramma á milli Pílatusar og Heródesar til að afla sér tilskilinna leyfa fyrir atvinnurekstri. Ég hef orðað þetta sem svo að það sé erfiðara, vandasamara og tímafrekara fyrir atvinnurekendur að uppfylla kröfur hins opinbera en að sinna þörfum og óskum viðskiptavina.

Stjórnvöld sömdu á síðasta ári við OECD um sjálfstætt samkeppnismat á regluverki sem byggingastarfsemi og ferðaþjónusta er gert að starfa eftir. Matið var unnið í samvinnu við Samkeppniseftirlitið. Tillögur til breytinga eru ætlaðar að skapa sveigjanlegra umhverfi fyrir viðkomandi atvinnugrein, skapa fleiri störf og auka framleiðni og vöxt í hagkerfinu á næstu árum.

Með einföldun regluverks getum við bætt hag landsmanna um 16 milljarða á hverju einasta ári, ár eftir ár. Og þó væri ráðum OECD ekki fylgt nema að hluta.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttin á helstu veitum:

Podbean

Spotify

Apple Podcast

Stitcher

Share