Tæki til jöfnuðar

Það er rannsóknarefni að enn skuli rifist um verkaskiptingu hins opinbera og einkafyrirtækja, hvort heldur á sviði heilbrigðisþjónustu eða menntunar. Íslensk heilbrigðisþjónusta kemst ekki af án einkarekstrar. Íslenskt menntakerfi er blómlegra og öflugra vegna sjálfstætt starfandi skóla – Ísaksskóli, Hjallastefnan, Verslunarskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Ég hef orðið fyrir vonbrigðum vegna þess hversu illa hefur tekist að innleiða með skipulegum hætti samkeppni um þjónustu sem við höfum tekið ákvörðun um að standa sameiginlega undir.

Hér má hlusta á þáttinn um menntakerfið.

Share