Skipta hagtölur einhverju máli?

Í sjöunda þætti veltum við Áslaug Arna því fyrir okkur hvort það skipti máli að kaupmáttur launa jókst um 3,7% á síðasta ári og hafi aukist á hverju einasta ári frá 2011, alls um 36%. Er mikilvægt að vita að fjárhagsstaða heimilanna hefur gjörbreyst á síðustu árum og er hvergi betri á Norðurlöndunum? Getum við nýtt upplýsingar um að jöfnuður sé hvergi meiri innan OECD en á Íslandi og fátækt hvergi minni? Hjálpar það okkur við að gera betur að vita að Ísland er fyrirmyndar hagkerfi í úttekt Alþjóða efnahagsráðsins? Á mælikvarða „Inclusive Development Index“, sem mælir ekki aðeins hagvöxt heldur ýmsa félagslega þætti og hvernig ríkjum tekst að láta sem flesta njóta efnahagslegs ávinnings og framfara og tryggja jöfnuð milli kynslóða, er Ísland í öðru sæti á eftir Noregi.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér: Skipta hagtölur einhverju máli?

Share