Barið í borðið og krafist breytinga

Ríkið á al­farið eða ráðandi eign­ar­hluti í 32 fyr­ir­tækj­um, fé­lög­um og sjóðum sem mörg hver eiga dótt­ur­fé­lög eða veru­leg­an hlut í öðrum fyr­ir­tækj­um. Auk þess á ríkið beint minni­hluta í nokkr­um fé­lög­um. Mörg rík­is­fyr­ir­tækj­anna eru um­svifa­mik­il og eru víða í beinni eða óbeinni sam­keppni við einka­fyr­ir­tæki.

Á síðasta ári námu tekj­ur rík­is­fyr­ir­tækja í B- og C-hluta rík­is­reikn­ings í heild 230 millj­örðum króna sem er svipuð fjár­hæð og virðis­auka­skatt­ur­inn skilaði rík­is­sjóði. Sam­kvæmt rík­is­reikn­ingi högnuðust þessi fyr­ir­tæki um 41 millj­arð en sé litið fram­hjá tapi Seðlabank­ans nam hagnaður­inn liðlega 64 millj­örðum króna. Mest munaði um 33 millj­arða hagnað Íslands­banka og Lands­banka.

Bók­fært verð eigna þess­ara fyr­ir­tækja var í lok síðasta árs um 4.682 millj­arðar og eigið fé um 919 millj­arðar, þarf af var hlut­deild rík­is­ins um 819 millj­arðar. Verðmæti eign­ar­hluta rík­is­ins er að lík­ind­um tölu­vert hærra en bók­fært verð.

Til hvers eru rík­is­fyr­ir­tæk­in?

Óháð því hvaða skoðanir menn hafa á rekstri ein­stakra rík­is­fyr­ir­tækja er ljóst að al­menn­ing­ur á veru­legra hags­muna að gæta að farið sé vel með þá fjár­muni sem bundn­ir eru í þeim. Sá er hér skrif­ar hef­ur ít­rekað bent á að rétt sé að kort­leggja all­ar eign­ir rík­is­ins, ekki aðeins fyr­ir­tæki og sjóði, held­ur einnig fast­eign­ir og jarðir, með það að mark­miði að taka ákvörðun um hvort ein­hverj­um eign­um sé bet­ur varið með öðrum hætti: Eign­um verði umbreytt í sam­fé­lags­lega innviði s.s. á sviði sam­gangna.

Og svo er spurn­ing­in sem marg­ir vilja forðast að svara eða telja að spurn­ing­in eigi ekki rétt á sér: Til hvers erum við að reka rík­is­fyr­ir­tæki og -fé­lög?

Oft ligg­ur svarið í aug­um uppi, að minnsta kosti að hluta. Póstþjón­ust­an hef­ur verið á hönd­um rík­is­ins hér á landi líkt og í nær öll­um lönd­um heims. Seðlabank­inn er nauðsyn­leg­ur a.m.k. á meðan við ætl­um að tryggja full­veldi okk­ar í pen­inga­mál­um. Það virðist skyn­sam­legt að til sé sam­eig­in­legt fyr­ir­tæki sem á og rek­ur flug­velli þó það leiði ekki sjálf­krafa til þess að ríkið standi í því að reka flug­stöðvar og frí­hafn­ir. Al­menn samstaða og lít­ill ágrein­ing­ur er um að ríkið eigi dreifi­kerfi raf­orku og stærsta fyr­ir­tækið í orku­fram­leiðslu, a.m.k. að stærst­um hluta.

En jafn­vel þótt það kunni að vera samstaða um rekst­ur ein­stakra rík­is­fyr­ir­tækja get­ur aldrei orðið samstaða um að ríkið stundi harðan sam­keppn­is­rekst­ur við einka­fyr­ir­tæki eða seil­ist stöðugt lengra inn á verksvið sem einkaaðilar hafa sinnt með ágæt­um hætti.

Meira frjáls­ræði og minni rík­is­af­skipti

„Inn­takið er meira frjáls­ræði, minni rík­is­af­skipti, öfl­ugra einkafram­tak, minni rík­is­um­svif,“ sagði Ey­kon [Eyj­ólf­ur Kon­ráð Jóns­son 1928-1997] í ræðu 1977. Þessi eina setn­ing skil­grein­ir stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins í at­vinnu­mál­um bet­ur en flest­ar lang­ar grein­ar eða ræður. Ég er nokkuð viss um að Ey­kon væri illa brugðið ef hann liti yfir sviðið í dag. Það er ekki aðeins að stofn­ana­rekst­ur rík­is­ins hafi þan­ist út held­ur virðist ríkið stunda einskon­ar skæru­hernað gagn­vart einkafram­tak­inu. Ey­kon hefði barið í borðið og kraf­ist breyt­inga. Og það með réttu.

Ég veit ekki hvenær það gerðist – lík­lega hægt og bít­andi – en hug­mynd­ir um hlut­verk rík­is­ins eru orðnar þoku­kennd­ari – mark­miðin, skyld­urn­ar og verk­efn­in óskýr­ari. Ríkið, stofn­an­ir þess og fyr­ir­tæki vasast í hlut­um og verk­efn­um, sem þau eiga ekki að koma ná­lægt. Árið 2006 urðu nokk­ur vatna­skil þegar Alþingi samþykkti laga­heim­ild til stofn­un­ar op­in­berra hluta­fé­laga. Með ohf-væðingu rík­is­fyr­ir­tækja var von­ast til að gagn­sæi í rík­is­rekstr­in­um myndi aukast og ákv­arðana­taka yrði mark­viss­ari. Þess­ar von­ir voru reist­ar á sandi – reynd­ust ósk­hyggja um að hægt væri að stuðla að hag­kvæm­ari rekstri og tryggja þar með hag al­menn­ings.

Op­in­beru hluta­fé­lög­in eiga meira skylt með lokuðum einka­hluta­fé­lög­um en al­menn­um hluta­fé­lög­um eða hefðbundn­um rík­is­fyr­ir­tækj­um. Þau lúta ekki æg­is­valdi hlut­haf­anna og hafa litl­ar áhyggj­ur af því að kjörn­ir full­trú­ar geti beitt þau aðhaldi eða sett þeim mark­mið og af­mörk­un. Fyr­ir­tæk­in eru hins veg­ar und­ir hlýj­um vernd­ar­væng rík­is­ins og sækja áhyggju­laus inn á sam­keppn­ismarkaði og skora einka­fyr­ir­tæki á hólm. Á stund­um er líkt og eng­in bönd séu á op­in­ber­um hluta­fé­lög­um í viðleitni þeirra til að vinna nýja markaði og afla auk­inna tekna.

Eit­ur í æðum at­vinnu­lífs­ins

Nú er svo komið að ein­stak­ling­ar sem stunda at­vinnu­rekst­ur eiga það stöðugt á hættu að rík­is­fyr­ir­tæki taki ákvörðun um að ryðjast inn á starfs­svið þeirra. Ríkið hef­ur haslað sér völl á sviðum sem eng­um datt í hug að skyn­sam­legt væri eða rétt­læt­an­leg að setja und­ir rík­is­rekst­ur; sendlaþjón­usta, tækjaleiga, út­leiga at­vinnu­hús­næðis og mynd­vers, vöru­hýs­ing, vöru­dreif­ing og vöru­flutn­ing­ar, prentþjón­usta, und­irfata­versl­un, leik­fanga­versl­un og gotte­ríssala. Á öðrum mörkuðum blómstr­ar rík­is­rekst­ur­inn í sam­keppni við einkaaðila sem berj­ast í bökk­um. Það næðir a.m.k. ekki mikið um Rík­is­út­varpið á sama tíma og sjálf­stæðir fjöl­miðlar standa höll­um fæti. Og hvernig má annað vera þegar ríkið tel­ur sér ekki skylt að fara að skýr­um laga­fyr­ir­mæl­um við rekst­ur og skipu­lag op­in­bers hluta­fé­lags?

Reynsl­an af ákvæðum hluta­fé­lagalaga um op­in­ber hluta­fé­lög er vond. Ohf-væðing­in er líkt og eit­ur sem seytl­ar um æðar at­vinnu­lífs­ins. Sam­keppn­is­um­hverfið er óheil­brigt. Hug­mynd­ir um jafn­ræði hafa orðið und­ir. Mynd­ast hef­ur and­rúms­loft þar sem sjálf­stæði at­vinnu­rek­and­inn veit að hvenær sem er get­ur rík­is­fyr­ir­tæki (ekki síst þegar það er skreytt sem op­in­bert hluta­fé­lag) ruðst inn á sam­keppn­ismarkaðinn. Fram­taksmaður­inn á því erfiðara upp­drátt­ar og sit­ur und­ir stöðugum ógn­un­um. Lík­lega skyn­sam­legra fyr­ir hann að fá sér vinnu hjá hinu op­in­bera enda lítið fengið með því að leggja allt sitt og fjöl­skyld­unn­ar und­ir í fyr­ir­tækja­rekstri.

Ég veit að Ey­kon hefði barið í borðið og kraf­ist breyt­inga.

Share