Að afla hugsjónum fylgis og brautargengis
„Sjálfstæðisflokkurinn getur endurheimt stöðu sína sem kjölfesta og leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum með því að endurnýja traust og trúnað við launþega og atvinnurekendur. Sú endurnýjun verður hins vegar ekki nema forystumenn flokksins viðurkenni af einlægni að þeir sofnuðu á verðinum og undir forystu flokksins náði ríkið að þenjast út. […]