Klíkukapítalismi á ábyrgð skattgreiðenda

Ríkisvaldið – stjórnmála- og embættismenn – veldur oft skaða, jafnvel þótt farið sé fram af góðum hug með almannahagsmuni að leiðarljósi. Með aðgerðum og aðgerðaleysi hefur ríkið áhrif á mannlega hegðun og brenglar samkeppni. Verst er þegar gripið er til laga- og reglugerðasetninga sem veita ákveðnum fyrirtækjum forréttindi eða skjól. […]

Share

Heimatilbúinn skortur nærir húsnæðisvandann

Meðalfjöldi íbúa höfuðborgarinnar var tæplega 40 þúsund á árunum 1937 til 1944 – fjölgaði úr 36 í 44 þúsund. Á þessum árum voru byggðar 2.042 íbúðir í Reykjavík. Á síðustu átta árum er meðalfjöldi höfuðborgarbúa liðlega 120 þúsund og lokið hefur verið smíði á 2.068 íbúðum. Með öðrum orðum: Á […]

Share

Úr lamandi höftum í heilbrigða umgjörð

Í upphafi áttu gjaldeyrishöftin að vera tímabundin – tvö ár eða svo. Flestir virtust sannfærðir um að haftatímabilið yrði því örstutt en þá kom vinstristjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Tökin voru hert, ekki slakað á klónni og umfangsmikið gjaldeyriseftirlit tók við. Engin frjáls þjóð getur búið til lengdar við fjármagnshöft. […]

Share

Valfrelsi í lífeyrismálum og aukið lýðræði

Mikill meirihluti Íslendinga er áhrifalaus eða áhrifalítill þegar kemur að því hvernig stórum hluta launa þeirra er ráðstafað og hvernig búið er í haginn fyrir eftirlaunaárin. Fæstir geta valið lífeyrissjóð nema þegar kemur að séreignarsparnaði og það er undantekning ef sjóðsfélagar eiga þess kost að hafa áhrif á það hverjir […]

Share

Launakostnaður Stjórnarráðsins nær þrefaldast

Launakostnaður Stjórnarráðsins hefur tæplega þrefaldast á föstu verðlagi frá árinu 1990. Á síðasta ári var launakostnaðurinn um 3.746 milljónum króna hærri en 1990 eða alls 5.807 milljónir króna. Þessar upplýsingar koma fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um launakostnað og fjölda starfsmanna. Hlutfall launakostnaðar Stjórnarráðsins af heildarlaunakostnaði ríkissjóðs […]

Share