Í örfáum orðum


Ríkisútvarpið á hrós skilið en Dagur B. er týndur

María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona Ríkisútvarpsins, á hrós skilið fyrir ítarlega og góða umfjöllun um mengun sjávar og fjöru vegna bilunar í skólphreinsistöð við Faxaskjól. Það er með hreinum ólíkindum að almenningur hafi ekki verið látinn vita af biluninni.  Í tíu daga var skólpi dælt út eins og ekkert væri eðlilegra […]

Share

Hálfur milljarður í verktakagreiðslur hjá RÚV

Ríkisútvarpið greiddi 499,8 milljónir króna til verktaka á liðnu ári. Þetta kemur fram í svari mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Kolbeini Óttarssyni Proppé um starfsmannahald RÚV. Langstærsti hluti þessara greiðslna var hjá sjónvarpshluta Ríkisútvarpsins eða 284 milljónir króna. Í svarinu er tekið fram að hjá Ríkisútvarpinu séu 258 stöðugildi […]

Share

Styrmir: Prósentur duga ekki

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, bendir á hið augljósa í pistli á heimasíðu sinni: Vandi sjúklinga verður ekki leystur með því að vísa í prósentur. Tilefni skrifa hans er grein sem ég skrifaði í Morgunblaðið í dag miðvikudag, þar sem borin eru saman tekjur og útgjöld ríkissjóðs árið 2012 og […]

Share

Skattahækkun VG: Ein milljón á hvert mannsbarn

Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, bendir á að tillögur Vinstri grænna feli í sér að skattahækkun sem jafngildi um einni milljón króna á hvern Íslending. Með öðrum orðum fjórar milljónir á hverja fjölskyldu. Í langri færslu á fésbók fjallar Haraldur um umræðuna um fjármálaáætlun 2018 til 2022: „Seinni umræða um fjármálaáætlun […]

Share

Greining á kjánaskap

Eygló Harðardótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrrverandi ráðherra, er á bökkum hildar vegna þess að svokallað áfengisfrumvarp var afgreitt út úr nefnd síðastliðinn föstudag. Frumvarpið hefur verið til umfjöllunar þingsins frá því í febrúar. Ráðherrann fyrrverandi heldur því fram að ­frum­varpið hafi verið „rifið“ út úr alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd eftir að miklar […]

Share

Sterk króna

Gengi krónunnar hefur styrkst verulega á undanförnum árum. Nú er svo komið að krónan er sterkari gagnvar helstu gjaldmiðlum heims en hún var fyrir hrun viðskiptabankanna í október 2008. Með öðrum orðum; það þarf færri krónur til að kaupa erlenda vöru og þjónustu. Á meðfylgjandi mynd er stuðst við miðgildi […]

Share

Þegar sængað er með lygum, dylgjum og hálfsannleika

Í löngun sinni til að koma höggi á pólitískan andstæðing hafa sumir, sem ekki eru sérstaklega vandir að virðingu sinni, talið sjálfsagt að setja fram staðlausa stafi, búa til fullyrðingar og hagræða staðreyndum. Aldrei bjóst ég við því að Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, væri í flokki þeirra sem […]

Share

Hentistefna Pírata

Birgitta Jónsdóttir ætlar að marka sér ákveðinn sess í stjórnmálum. Hún ætlar sér að vera sá stjórnmálamaður sem oftast verður tvísaga og jafnvel margsaga, – allt eftir hentugleikum. Í Viðskiptablaðinu benda Huginn og Muninn á að þegar Birgitta fékk umboð til stjórnarmyndunar í byrjun desember hafi hún sagt að mikilvægt […]

Share