Krafa um skýrar hugmyndir

Víðtækar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar á heimili og fyrirtæki hafa verið mögulegar vegna sterkrar stöðu ríkissjóðs. Þrátt fyrir stóraukin útgjöld ríkisins á síðustu árum tókst að lækka skuldir sem eru og verða með því lægsta sem þekkist meðal ríkja OECD. Skynsamleg stefna í ríkisfjármálum skilaði […]

Share

Evruland í tilvistarkreppu

Kór­ónu­veir­an hef­ur haft al­var­leg áhrif á flest­ar þjóðir, ekki síst í Evr­ópu. Áhrif­in eru mis­jafn­lega al­var­leg. Þótt sum lönd hafi mátt þola hærri dán­artíðni vegna veirunn­ar en önn­ur hef­ur ekk­ert land sloppið við efna­hags­leg áföll vegna lok­ana fyr­ir­tækja og annarra ráðstaf­ana sem stjórn­völd hafa talið sig þurfa að grípa til […]

Share

Fjárfest í framtíðinni

Vikan byrjaði vel á Alþingi, að minnsta kosti fyrir framtíðina. Á mánudag var samþykkt frumvarp fjármálaráðherra um ýmsar aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Þar með (sem er hluti af svokölluðum aðgerðapakka 2) var stigið stórt skref í að leggja grunn að nýjum og fjölbreyttari stoðum […]

Share

Hvar eru góðu fréttirnar?

Góðar og gleðilegar fréttir eru yfirleitt ekki í forgangi hjá fjölmiðlum. Hið afbrigðilega og neikvæða vekur meiri athygli, ekki aðeins fjölmiðla heldur okkar allra. Slys, náttúruhamfarir, svik, morð og aðrir glæpir eru efniviður í góða fyrirsögn og snarpa og áhrifaríka frétt í sjónvarpi. Frásögn af ungu lífsglöðu fólki sem skarar […]

Share

Verkefnið er að verja framleiðslugetuna

Eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda er að verja framleiðslugetu hagkerfisins. Koma í veg fyrir að tímabundið fall í eftirspurn vegna heimsfaraldurs verði til þess að innviðir viðskiptahagkerfisins molni og verði að engu. Byggingar, tæki, tól, fjármagn en ekki síst hugvit og þekking starfsmanna eru forsendur verðmætasköpunar í samfélaginu. Án verðmætasköpunar lamast […]

Share

Að láta hjólin snúast að nýju

Ekkert hagkerfi fær staðist til lengri tíma ef komið er í veg fyrir efnahagslega starfsemi borgaranna. Skiptir engu hversu öflugt og stórt hagkerfið er. Hægt og bítandi byrja undirstöðurnar að molna – velsæld breytist í fátækt og örbirgð, öflugt heilbrigðiskerfi brotnar niður, almannatryggingar komast í þrot. Pólitískur órói og sundrung […]

Share

Fánýtar kennslubækur

Kórónuveiran hefur sett heiminn í efnahagslega herkví. Hagfræðingar geta ekki sótt í gamlar kennslubækur til að teikna upp skynsamleg viðbrögð. Spámódel, jafnt hin flóknustu sem einföld tímaraðamódel, ná ekki utan um það sem er að gerast. Í stað þess að birta spár um þróun efnahagsmála leggja hagfræðingar fram „sviðsmyndir“ til […]

Share

Fyrsti leikhluti – skjól myndað

Eft­ir að hafa gengið 16 hringi um Alþing­is­húsið og inn í þingsal til að greiða at­kvæði samþykktu þing­menn á mánu­dags­kvöld mik­il­væg laga­frum­vörp og eina þings­álykt­un­ar­til­lögu, vegna aðgerða stjórn­valda til að verja ís­lenskt efna­hags­líf vegna heims­far­ald­urs COVID-19. Óhætt er að full­yrða að all­ir þing­menn hafi áttað sig á að þar með […]

Share