Efnahagsleg velgengni er ekki tilviljun

Ég vona að sál­ar­ang­ist stjórn­ar­and­stöðunn­ar sé að baki. Hrak­spár um al­var­leg­an efna­hags­sam­drátt hafa að minnsta kosti ekki gengið eft­ir. Brún­in á þing­mönn­um ætti því að vera nokkuð létt­ari þegar þing kem­ur stutt­lega sam­an í lok mánaðar­ins en hún var und­ir lok þing­halds í vor. Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar voru frem­ur þung­ir í […]

Share

Íbúarnir eiga að ráða

Eng­inn hag­fræðing­ur, viðskipta­fræðing­ur eða fjár­mála­verk­fræðing­ur er þess um­kom­inn að skera úr um hver sé hag­kvæm­asta stærð sveit­ar­fé­laga. Eng­inn sveit­ar­stjórn­ar­maður, þingmaður eða ráðherra, hef­ur for­send­ur til að ákveða hver skuli vera lág­marks fjöldi íbúa í hverju sveit­ar­fé­lagi svo íbú­arn­ir fái notið þeirr­ar þjón­ustu sem þeir gera kröfu til og eiga rétt […]

Share

Til hvers er barist?

Öllum kjörnum fulltrúum er hollt – jafnvel skylt – að vega og meta eigin störf. Spyrja sjálfan sig spurninga. Hverju hef ég áorkað? Hef ég komið einhverju til leiðar sem til heilla horfir fyrir samfélagið? Hefur mér tekist að nýta þau tækifæri sem mér eru gefin sem kjörnum fulltrúa til […]

Share

Gerum alla að kapítalistum – að eignafólki

Í sjálfu sér er ákvörðunin tiltölulega einföld. Meirihluti Alþingis getur sameinast um að afhenda öllum Íslendingum eignarhluti í tveimur bönkum, sem þeir eiga en ríkissjóður heldur á í umboði þeirra. Með því yrði ýtt undir þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði og margir fengju tækifæri til að stíga fyrstu skrefin í átt […]

Share

Ó, þetta er indælt (ný-)frjálslyndi

Klisjur? Já þær eru sífellt algengari í stjórnmálaumræðu samtímans. Merkimiðapólitík? Ekki verður annað séð en að þeim stjórnmálamönnum fjölgi fremur en fækki, sem telja það til árangurs fallið að nota merkimiða á sig sjálfa en ekki síður á pólitíska andstæðinga. Í pólitík merkimiðanna eru margir dugmiklir við að skreyta sig […]

Share

Við þurfum að stíga á bremsuna

Áður en gert var hlé á þing­störf­um var fjár­mála­áætl­un til árs­ins 2024 samþykkt. Gangi hún eft­ir verða heild­ar­út­gjöld rík­is­sjóðs til mál­efna­sviða um 97 millj­örðum hærri á loka­ár­inu en á yf­ir­stand­andi ári. Hækk­un­in er 12,5% að raun­v­irði. Sé litið aft­ur til 2015 verða út­gjöld­in um 216 millj­örðum hærri á föstu verðlagi […]

Share

Fullveldi í samskiptum við aðrar þjóðir

Á inn­an við sjö mánuðum höf­um við Íslend­ing­ar fagnað þrem­ur merk­um áföng­um í bar­átt­unni fyr­ir fullu frelsi. Í des­em­ber síðastliðnum voru 100 ár frá því að Ísland varð full­valda ríki, í fe­brú­ar voru 115 ár liðin frá því að við feng­um heima­stjórn og síðastliðinn mánu­dag var haldið upp á 75 […]

Share