Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að nýta tækifærin?

Fyr­ir tæp­um fjór­um árum nýtti Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ekki tæki­fær­in í Reykja­vík. Þvert á móti. Niðurstaða borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna 2014 var áfall – verstu kosn­inga­úr­slit í sögu flokks­ins. Það er ástæða til að hafa áhyggj­ur af því að sjálf­stæðis­menn í Reykja­vík láti tæki­fær­in renna sér úr greip­um enn einu sinni í kosn­ing­un­um í vor. […]

Share

Brotinn pottur í Reykjavík

Rök standa til þess að fyr­ir­sögn­in sé röng eða að minnsta kosti vill­andi. Rétt­ara væri að skrifa und­ir orðunum „Marg­brotn­ir pott­ar í Reykja­vík“. Það skipt­ir litlu hvert litið er. Ekki get­ur meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar kvartað yfir tekju­leysi til að sinna þeim verk­efn­um sem borg­ar­bú­ar eiga kröfu til að leyst séu með […]

Share

Hugmyndafræðileg barátta í sveitarstjórnum

Hafi ein­hver haldið að hug­mynda­fræði skipti litlu eða engu í sveit­ar­stjórn­um, þá ætti sá hinn sami að hugsa sig tvisvar um. Ekki þarf annað en horfa til Reykja­vík­ur. Skoða hvernig staðið er að verki við stjórn­sýslu borg­ar­inn­ar, bera þjón­ustu við íbú­ana sam­an við það sem geng­ur og ger­ist í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um. […]

Share

„Algild sannindi“ eða aukin samkeppni

Tillögur um fækkun og sameiningu sveitarfélaga eru hvorki nýjar af nálinni né sérlega frumlegar. Flestar eiga þær það sameiginlegt að ganga út frá því að stórt sé fallegt en lítið vesældarlegt og vanburða. Hugmyndir sem koma fram í skýrslu Samtaka atvinnulífsins [SA] um stöðu og framtíð sveitarfélaga á Íslandi eru […]

Share

Pirringur borgarfulltrúa yfir góðum fréttum

Ég hef skilning á því að það geti verið erfitt að sitja í meirihluta borgarstjórnar og taka til varna fyrir stefnu og störf meirihlutans. Jafnvel er hægt að hafa nokkra samúð með þeim sem nú horfa yfir síðustu sex ár og leita logandi ljósi að árangrinum. Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi […]

Share

Holur, kurl og borgarstjóri með betlistaf

Reykjavík stæði ágætlega undir því að vera höfuðborg holunnar, þar sem boðið er upp á dekkjakurl, ýmis gæluverkefni, sífellt lakari þjónustu, heilsuferðir í grenndargáma og fjárhagslega ósjálfbærni. Gatnakerfi borgarinnar er að hrynja. Varla er til sú stofnbraut, tengibraut eða íbúðagata í höfuðborginni sem ekki er eins og svissneskur ostur. Holur […]

Share

Draumur borgarstjóra – martröð borgarbúa

Höfuðborgarbúar hafa ríka ástæðu til þess að hafa áhyggjur. Rekstur borgarsjóðs er ekki sjálfbær – stendur ekki undir sér – skuldum er safnað enda eytt um efni fram. Meirihluti borgarstjórnar með borgarstjóra í broddi fylkingar, neitar að horfast í augu við raunveruleikann en býður íbúum upp á sjónleik;  ekkert amar […]

Share

Sýnishorn af því sem koma skal

Borgarbúar og  aðrir landsmenn, hafa fengið góða innsýn í hvernig Píratar, Björt framtíð, Vinstri grænir og Samfylkingin, standa að ákvörðunum og afgreiðslu mála. Að þessu sinni í borgarstjórn en engin ástæða er að ætla að verklagið verði með öðrum hætti þegar og ef þessir flokkar komast til valda og mynda […]

Share