Á að virða samgöngusáttmálann?

Borg­ar­stjóri er nokkuð kát­ur. Ný könn­un leiðir í ljós að inn­an við helm­ing­ur kjós­enda er hlynnt­ur Borg­ar­línu. Stuðning­ur­inn hef­ur minnkað frá sam­bæri­legri könn­un í októ­ber síðastliðnum og andstaðan auk­ist. „Í stuttu máli er ég bara mjög ánægður með þenn­an sterka stuðning,“ seg­ir Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri í sam­tali við Frétta­blaðið […]

Share

Íbúarnir eiga að ráða

Eng­inn hag­fræðing­ur, viðskipta­fræðing­ur eða fjár­mála­verk­fræðing­ur er þess um­kom­inn að skera úr um hver sé hag­kvæm­asta stærð sveit­ar­fé­laga. Eng­inn sveit­ar­stjórn­ar­maður, þingmaður eða ráðherra, hef­ur for­send­ur til að ákveða hver skuli vera lág­marks fjöldi íbúa í hverju sveit­ar­fé­lagi svo íbú­arn­ir fái notið þeirr­ar þjón­ustu sem þeir gera kröfu til og eiga rétt […]

Share

Sveitarfélögin og kjarasamningar

Hægt er að halda því fram að það geti skipt launa­fólk meira máli hvaða hugmynda­fræði sveit­ar­stjórn­ir vinna eft­ir við álagn­ingu skatta og gjalda en hvaða stefnu rík­is­sjóður hef­ur á hverj­um tíma. Útsvars­pró­sent­an skipt­ir lág­launa­fólk a.m.k. meira máli en hvað ríkið ákveður að inn­heimta í tekjuskatt. Í heild greiðir ís­lenskt launa­fólk […]

Share

Suðupottur hugmynda og ábendinga

Þegar þess­ar lín­ur birt­ast á síðum Morg­un­blaðsins ætti ég að vera á fundi á Fá­skrúðsfirði, gangi allt sam­kvæmt áætl­un. Ég lagði af stað í hring­ferð um landið síðastliðinn sunnu­dag ásamt fé­lög­um mín­um í þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins. Við höf­um átt fundi, heim­sótt vinnustaði og átt sam­töl við hundruð manna. Engu er lík­ara […]

Share

Hvað þýða úrslit kosninganna?

Sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar eru að baki. At­kvæði hafa verið tal­in og niðurstaðan ligg­ur fyr­ir. Engu að síður velta fjöl­miðlung­ar, álits­gjaf­ar og ekki síst stjórn­mála­menn­irn­ir sjálf­ir, því fyr­ir sér hvað úr­slit kosn­ing­anna þýði. Hvaða skila­boð voru kjós­end­ur að gefa? Hverj­ir eru sig­ur­veg­ar­ar? Hverj­ir töpuðu? Svör­in sem veitt eru virðast frem­ur ráðast af hvaða […]

Share

Mýtan um að hugmyndafræði skipti litlu

Sveit­ar­fé­lög­in leika æ stærra hlut­verk í ís­lensku sam­fé­lagi. Hvernig til tekst við rekst­ur þeirra hef­ur ekki aðeins bein áhrif á dag­legt líf okk­ar allra held­ur veru­leg óbein efna­hags­leg áhrif. Á þessu ári er áætlað að heild­ar­tekj­ur A-hluta sveit­ar­fé­lag­anna verði 357 millj­arðar króna og þurfa að vera skatt­tekj­ur um 280 millj­arðar. […]

Share

Skuldir borgarsjóðs: 22 milljónir á dag

Sal­ur­inn er þétt­set­inn. Lang­flest­ir hlut­haf­arn­ir eru mætt­ir. Fyr­ir ligg­ur árs­skýrsla stjórn­ar og beðið er eft­ir ræðu stjórn­ar­for­manns­ins sem setið hef­ur í brúnni í átta ár og þar af síðustu fjög­ur sem hæ­stráðandi. Það hef­ur verið bullandi góðæri í efna­hags­líf­inu. Hag­vöxt­ur með því mesta í sög­unni. Lands­fram­leiðsla jókst um 3,8% á […]

Share

Byggðastefna byggist á valfrelsi

Í fyrsta skipti í 150 ár fer íbú­um í sveit­um lands­ins fjölg­andi. Á sjö árum hef­ur fjöldi íbúa í strjál­býli í grennd við höfuðborg­ar­svæðið tvö­fald­ast. Víða um land hafa byggðarlög verið að styrkj­ast og efl­ast. At­vinnu­lífið er fjöl­breytt­ara. Upp­gang­ur í ferðaþjón­ustu hef­ur ekki aðeins skotið nýrri stoð und­ir at­vinnu­líf í […]

Share