Frelsi og hugsjónir


Náttúruvernd er efnahagsmál

Við get­um nálg­ast nátt­úru­vernd frá mörg­um hliðum. Siðferðileg­um, þar sem skylda okk­ar er að skila land­inu til næstu kyn­slóðar í ekki verra ástandi en við tók­um við því. Til­finn­inga­leg­um, með vís­an til feg­urðar hins villta og ósnortna, tign­ar­legra fossa, víðáttu há­lend­is­ins, gjöf­ulla lax- og sil­ungs­áa, eyja og skerja, hamra, eld­fjalla, […]

Share

Má stjórnarþingmaður hafna skattahækkunum?

Svarið við spurn­ing­unni sem sett er fram í fyr­ir­sögn vefst ekki fyr­ir þeim sem hér held­ur á penna: Já, auðvitað get­ur þingmaður rík­is­stjórn­ar staðið gegn hækk­un skatta. Ekki síst ef viðkom­andi er þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. Fyr­ir síðustu kosn­ing­ar var boðskap­ur flokks­ráðsfund­ar Sjálf­stæðismanna skýr: „Við vilj­um halda skött­um í lág­marki og að […]

Share

Auðræði almennings

Í lok síðasta árs námu heild­ar­eign­ir líf­eyr­is­sjóðanna 3.514 millj­örðum króna, eða um 145% af vergri lands­fram­leiðslu. Á næstu árum munu eign­irn­ar vaxa enn frek­ar og verða á næstu ára­tug­um þreföld lands­fram­leiðsla. Í ein­fald­leika má segja að líf­eyr­is­sjóðirn­ir verði þris­var sinn­um stærri en ís­lenska hag­kerfið. Það skipt­ir miklu fyr­ir allt launa­fólk […]

Share

Síbreytilegar leikreglur

Ekki veit ég hvenær mæli­stik­an var tek­in upp. En þegar rík­is­stjórn­ir eru metn­ar er hún notuð. Fjöl­miðlar styðjast við hana í lok hvers þings þegar þeir vilja varpa ljósi á störf þing­manna. Allt er mælt út frá fjölda þing­mála. Það þykir gott og af­kasta­mikið þing sem samþykk­ir fjölda laga­frum­varpa og […]

Share

Klíkukapítalismi á ábyrgð skattgreiðenda

Ríkisvaldið – stjórnmála- og embættismenn – veldur oft skaða, jafnvel þótt farið sé fram af góðum hug með almannahagsmuni að leiðarljósi. Með aðgerðum og aðgerðaleysi hefur ríkið áhrif á mannlega hegðun og brenglar samkeppni. Verst er þegar gripið er til laga- og reglugerðasetninga sem veita ákveðnum fyrirtækjum forréttindi eða skjól. […]

Share

Valfrelsi í lífeyrismálum og aukið lýðræði

Mikill meirihluti Íslendinga er áhrifalaus eða áhrifalítill þegar kemur að því hvernig stórum hluta launa þeirra er ráðstafað og hvernig búið er í haginn fyrir eftirlaunaárin. Fæstir geta valið lífeyrissjóð nema þegar kemur að séreignarsparnaði og það er undantekning ef sjóðsfélagar eiga þess kost að hafa áhrif á það hverjir […]

Share

Teikniborð samfélagsverkfræðinga og teknókrata

„Það er jafnauðvelt að blekkja sjálfan sig án þess að taka eftir því og það er erfitt að blekkja aðra svo þeir komist ekki að því.“ Francois de la Rochefoucauld Þeir segjast vera frjálslyndir, umburðarlyndir og ekki síst þess vegna víðsýnni en aðrir. En í öllu sínu umburðarlyndi virðast margir […]

Share

Þegar sængað er með lygum, dylgjum og hálfsannleika

Í löngun sinni til að koma höggi á pólitískan andstæðing hafa sumir, sem ekki eru sérstaklega vandir að virðingu sinni, talið sjálfsagt að setja fram staðlausa stafi, búa til fullyrðingar og hagræða staðreyndum. Aldrei bjóst ég við því að Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, væri í flokki þeirra sem […]

Share