Í sjálfu sér er ákvörðunin tiltölulega einföld. Meirihluti Alþingis getur sameinast um að afhenda öllum Íslendingum eignarhluti í tveimur bönkum, sem þeir eiga en ríkissjóður heldur á í umboði þeirra. Með því yrði ýtt undir þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði og margir fengju tækifæri til að stíga fyrstu skrefin í átt […]
Category: Séreign og fjárhagslegt sjálfstæði
Skattkerfi og lífskjör verða ekki aðskilin
Kjarabarátta getur ekki snúist um að rýra kjör þeirra sem standa ágætlega. Markmiðið er að bæta kjör alls launafólks og þá fyrst og síðast þeirra sem lakast standa. Barátta fyrir auknum tækifærum þeirra sem eru á lægstu laununum er réttlát barátta. Hugmyndir um hvernig hægt er að auka ráðstöfunartekjur almennings […]
Draumurinn um land leiguliða
Í gegnum söguna hafa margir stjórnmálamenn átt sér þann draum að hægt sé að breyta lögmáli framboðs og eftirspurnar. Í hvert einasta skipti sem stjórnvöld hafa sett verðlagshöft – þak á verð vöru og þjónustu – hefur það leitt til skorts. Framboðið dregst saman en eftirspurn eykst. Í ofstjórnarlöndum sósíalista […]
Auðræði almennings
Í lok síðasta árs námu heildareignir lífeyrissjóðanna 3.514 milljörðum króna, eða um 145% af vergri landsframleiðslu. Á næstu árum munu eignirnar vaxa enn frekar og verða á næstu áratugum þreföld landsframleiðsla. Í einfaldleika má segja að lífeyrissjóðirnir verði þrisvar sinnum stærri en íslenska hagkerfið. Það skiptir miklu fyrir allt launafólk […]
Valfrelsi í lífeyrismálum og aukið lýðræði
Mikill meirihluti Íslendinga er áhrifalaus eða áhrifalítill þegar kemur að því hvernig stórum hluta launa þeirra er ráðstafað og hvernig búið er í haginn fyrir eftirlaunaárin. Fæstir geta valið lífeyrissjóð nema þegar kemur að séreignarsparnaði og það er undantekning ef sjóðsfélagar eiga þess kost að hafa áhrif á það hverjir […]
Íslensk heimili fái 74 milljarða eign sína
Í huga margra er tíminn aldrei réttur. Það er ekki hægt að lækka skatta vegna þess að þensla er of mikil eða aðstæður svo erfiðar að ríkissjóður hefur ekki „efni“ á því að missa tekjur. Ekki er hægt að ráðast í umfangsmiklar fjárfestingar í innviðum samfélagsins – í samgöngum, heilbrigðisþjónustu […]