Það hljómar ekki illa að leggja á græna skatta enda allt vænt sem er vel grænt. Umhverfisskattar eru ekki nýtt fyrirbæri en með aukinni vitund um náttúruvernd hefur verið lögð áhersla á að slíkir skattar skuli innheimtir. Talsmenn grænna skatta telja þá nauðsynlega til að hvetja til umhverfisvænni ákvarðana fyrirtækja […]
Category: Ríkisfjármál og skattar
Verður kerfið skorið upp?
Ég hef oft spurt sjálfan mig en ekki síður samherja mína spurningarinnar sem varpað er fram í fyrirsögn þessa pistils. Kerfið eða báknið lifir ágætu lífi. Stundum fallast manni hendur í baráttunni við að koma böndum á kerfið sem á sér marga bandamenn innan þings og utan. Svarið við spurningunni […]
Lægri skattar en útgjöldin aukast enn
Mér hefur alltaf fundist skemmtilegt að fylgjast með hvernig brugðist er við fjárlagafrumvarpi þegar það er lagt fram. Sumir eru þeim kostum búnir að geta fellt stóradóm nokkrum klukkustundum eftir að viðamikið og að nokkru flókið skjal lítur dagsins ljós. Aðrir þurfa lengri tíma til að kynna sér málið. En […]
Efnahagsleg velgengni er ekki tilviljun
Ég vona að sálarangist stjórnarandstöðunnar sé að baki. Hrakspár um alvarlegan efnahagssamdrátt hafa að minnsta kosti ekki gengið eftir. Brúnin á þingmönnum ætti því að vera nokkuð léttari þegar þing kemur stuttlega saman í lok mánaðarins en hún var undir lok þinghalds í vor. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru fremur þungir í […]
Við þurfum að stíga á bremsuna
Áður en gert var hlé á þingstörfum var fjármálaáætlun til ársins 2024 samþykkt. Gangi hún eftir verða heildarútgjöld ríkissjóðs til málefnasviða um 97 milljörðum hærri á lokaárinu en á yfirstandandi ári. Hækkunin er 12,5% að raunvirði. Sé litið aftur til 2015 verða útgjöldin um 216 milljörðum hærri á föstu verðlagi […]
Bjartsýni eða bölmóður
Rannsóknir vísindamanna benda til að bjartsýni auki ekki aðeins vellíðan heldur lengi lífið og auki lífsgæðin. Þeir sem eru að eðlisfari bjartsýnir eru betur í stakk búnir til að takast á við erfiðleika og yfirvinna veikindi. Bjartsýni, hamingja og velgengni eru systur. Eitt er öruggt: Sá svartsýni er ekki líklegur […]
Sveitarfélögin og kjarasamningar
Hægt er að halda því fram að það geti skipt launafólk meira máli hvaða hugmyndafræði sveitarstjórnir vinna eftir við álagningu skatta og gjalda en hvaða stefnu ríkissjóður hefur á hverjum tíma. Útsvarsprósentan skiptir láglaunafólk a.m.k. meira máli en hvað ríkið ákveður að innheimta í tekjuskatt. Í heild greiðir íslenskt launafólk […]