Ríkisfjármál og skattar


Skattgreiðandinn á ekki marga vini

Við af­greiðslu fjár­laga fyr­ir yf­ir­stand­andi ár kom ber­lega í ljós að al­menn­ing­ur – skatt­greiðend­ur – á ekki marga vini á Alþingi. Aðstæður voru í flestu óvenju­leg­ar. Ekki hafði tek­ist að mynda rík­is­stjórn eft­ir kosn­ing­arn­ar í lok októ­ber og reyndi tölu­vert á sam­starfs­vilja þing­manna. Að óbreytt­um lög­um var ljóst að tekju­skatt­ur […]

Share

Á flótta undan 334 milljörðum

Katrín Jak­obs­dótt­ir og Vinstri græn­ir eru á harðahlaup­um und­an eig­in stefnu í skatta­mál­um. Þetta kom vel í ljós í leiðtogaum­ræðum í Rík­is­sjón­varp­inu síðastliðið sunnu­dags­kvöld (8. október). Í maí var ljóst að VG vildi breyta fjár­mála­áætl­un til næstu fimm ára og auka skatt­heimtu um alls 334 millj­arða eða nær eina millj­ón […]

Share

Hugmyndafræði skattheimtuflokkanna er skýr

Kjós­end­ur þurfa ekki að velkj­ast í nein­um vafa um fyr­ir­ætl­an vinstri flokk­anna, kom­ist þeir í rík­is­stjórn að lokn­um kosn­ing­um: Skatt­ar og álög­ur á ein­stak­linga og fyr­ir­tæki munu hækka. Fyr­ir­heit­in (hót­an­irn­ar) liggja fyr­ir. VG lof­ar nær 334 millj­örðum í aukn­ar álög­ur á fimm árum en Sam­fylk­ing­in „aðeins“ 236 millj­örðum. Þrátt fyr­ir […]

Share

Hingað og ekki lengra

Þegar ég steig í ræðustól Alþing­is síðastliðinn fimmtu­dag, til að ræða um fjár­laga­frum­varp kom­andi árs, grunaði mig ekki að nokkr­um klukku­stund­um síðar félli rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar. Öllum var þó ljóst að rík­is­stjórn­in stæði veik­um fót­um. Ekki aðeins vegna minnsta mögu­lega meiri­hluta á þingi, held­ur ekki síður vegna […]

Share

Áskoranir ríkisstjórnar: Útgjaldavandi og nýting eigna

Fyrst, nokkr­ar tölu­leg­ar staðreynd­ir: Skatt­tekj­ur rík­is­ins á síðasta ári voru nær 229 millj­örðum hærri að raun­v­irði en árið 2000. Tekju­skatt­ur ein­stak­linga var liðlega 58 millj­örðum hærri 2016 en 2000 á föstu verðlagi. Virðis­auka­skatt­ur skilaði rík­is­sjóði að raun­v­irði tæp­lega 48 millj­örðum meira í kass­ann á liðnu ári en alda­móta­árið. Aðrar tekj­ur […]

Share

Má stjórnarþingmaður hafna skattahækkunum?

Svarið við spurn­ing­unni sem sett er fram í fyr­ir­sögn vefst ekki fyr­ir þeim sem hér held­ur á penna: Já, auðvitað get­ur þingmaður rík­is­stjórn­ar staðið gegn hækk­un skatta. Ekki síst ef viðkom­andi er þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. Fyr­ir síðustu kosn­ing­ar var boðskap­ur flokks­ráðsfund­ar Sjálf­stæðismanna skýr: „Við vilj­um halda skött­um í lág­marki og að […]

Share

Útgjöld á tímum ríkisstjórna „vinstri“ og „hægri“

Það eru ör­ugg­lega ekki marg­ir sem skemmta sér við að lesa rík­is­reikn­ing, nema þá ein­hverj­ir „nör­d­ar“ sem hafa sér­stak­lega gam­an af töl­um. Ekki einu sinni lög­gilt­ir end­ur­skoðend­ur virðast áhuga­sam­ir þegar rík­is­reikn­ing­ur kem­ur út. Þó eru rík­is­reikn­ing­ar hvers árs full­ir af upp­lýs­ing­um og nær enda­laus upp­spretta frétta um hvernig sam­eig­in­leg­um fjár­mun­um […]

Share

Kennedy, Reagan og íslenskir vinstrimenn

Fé­lags­hyggju­menn, vinstri­menn, sósí­al­ist­ar eða hvað þeir kall­ast sem hafa meiri trú á rík­inu en ein­stak­lingn­um hafa alltaf átt erfitt með að skilja sam­spilið milli hag­sæld­ar og hvata ein­stak­lings­ins til að afla sér tekna og skapa eitt­hvað nýtt. Rík­is­sinn­ar hafa ekki áttað sig á að of­stjórn og óstjórn eru tví­bura­syst­ur og […]

Share