Áskoranir nýrrar ríkisstjórnar

Ný ríkisstjórn tekur við völdum í dag, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar undir forystu Bjarna Benediktssonar. Um það verður ekki deilt að ríkisstjórnin tekur við góðu búi. Ríkissjóður hefur verið rekinn með afgangi í tíð Bjarna Benediktssonar í fjármálaráðuneytinu, skuldir hafa verið greiddar niður, lífeyrisréttindi landsmanna jöfnuð og lagður […]

Þegar traust þarf að ríkja

Niðurstaða þingkosninganna 29. október síðastliðinn var með þeim hætti að sjaldan eða aldrei hefur verið flóknara að mynda ríkisstjórn með stuðningi meirihluta þingmanna. Tveggja flokka stjórn verður ekki mynduð, þriggja flokka stjórn verður ekki til án þátttöku Sjálfstæðisflokksins og fjögurra flokka ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarandstöðu er ekki möguleg án […]

Tugmilljarða skattalækkun tryggð

Þegar nýtt ár gengur í garð getur íslenskt launafólk fagnað áfangasigri. Milliþrep tekjuskatts fellur niður og skatthlutfall neðra þrepsins lækkar. Tekjuskattskerfið verður einfaldara og einstaklingar halda meiru eftir af því sem þeir afla. Um áramótin verður einnig stigið enn eitt skrefið við afnám tolla. Íslenskir neytendur munu njóta lægra vöruverðs […]

Árið sem lýðræðið sannaði mátt sinn

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segir í dagbókarfærslu að árið 2016 sé árið sem lýðræðið sannaði mátt sinn. Hann tekur tvö dæmi. „Að Donald Trump skyldi hafa náð kosningu er stærsti viðburðurinn á alþjóðavettvangi á árinu 2016. Hann sýnir mátt lýðræðisins, að með atkvæði sitt að vopni er fólk til þess […]

Eftirlitsstofnanir, kostnaður og útvistun verkefna

Um það verður ekki deilt að verulegar brotalamir hafa komið í ljós í eftirlitskerfi ríkisins. Nú síðast hjá Matvælastofnun [Mast]. Vegna þessa hef ég lagt fram fyrirspurnir til allra ráðherra, að undanskyldum utanríkisráðherra, um eftirlitsstofnanir á vegum þeirra ráðuneyta, árleg framlög ríkisins, sértekjur og heildarfjölda starfsmanna viðkomandi stofnana. Þá er […]

Launakostnaður og fjöldi ríkisstarfsmanna

Í fyrirspurn til fjármála- og efna­hagsráðherra er óskað eftir ýmsum upplýsingum um launa­kostnað og fjölda starfs­manna ríkisins. Ég vil fá upplýsingar um hvernig þróunin hefur verið síðustu 25 ár og hvernig hlutfall launakostnaðar af frumútgjöldum ríkisins hefur verið. Fyrirspurnin í heild: 1.      Hvernig hefur launakostnaður vegna starfsmanna Stjórnarráðsins þróast […]

Fjöldi starfsmanna stjórnarráðsins

Í fyrirspurn sem ég hef lagt fram til forsætisráðherra er óskað eftir upplýsingum um fjölda starfsmanna stjórnarráðsins og hvernig hann hefur þróast allt frá árinu 1990. Fyrirspurning er svo hljóðandi: 1.      Hver hefur þróun á fjölda starfsmanna Stjórnarráðsins og fjölda ársverka verið frá árinu 1990? Svarið óskast sundurliðað eftir […]

Skorið niður með auknum útgjöldum

Á stundum eru höfð endaskipti á hlutunum. Svart verður hvítt, upp fer niður og aukning verður að niðurskurði. Þetta á ekki síst við þegar kemur að ríkisfjármálum. Nær alveg er sama hvert er litið. Útgjöld ríkissjóðs hafa stóraukist á undanförnum árum, ekki síst til heilbrigðismála og almannatrygginga. Á þessu ári […]