feiminn

Værukærir hægrimenn og vopnfimir vinstrimenn

Ég get ekki að því gert, en stundum dáist ég að vinstrimönnum. Ekki fyrir hugsjónir þeirra heldur málflutning, sem er oft leiftrandi, beittur og ósvífinn. Í baráttu fyrir málstaðnum þvælast aukaatriði ekki alltaf fyrir, staðreyndir eru lagðar til hliðar og fyrri orð og gjörðir löngu gleymd. Einlæg sannfæring um málstaðinn gefur mörgum vinstrimanninum kjark til […]

oddný Harðardóttir - ræða og bb

Stjórnarandstaða í vondu skapi

Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru fremur þungir í lund í upphafi vikunnar þegar þeir snéru aftur til starfa á Alþingi eftir sumarleyfi. Í umræðum um skýrslu forsætisráðherra um stöðu þjóðmála gætti lítillar bjartsýni í málflutningi forystu stjórnarandstöðunnar þrátt fyrir að hafa fengið sína heitustu ósk uppfyllta; dagsetningu kosninga (að öðru óbreyttu). Sjálfsagt jók það ekki gleði stjórnarandstöð- […]

Skattaskjól

Innlend skattaskjól fá staðfestingu

Skattaskjól eiga sér fáa formælendur. Stjórnmálamenn eru duglegir að gagnrýna lönd sem veita skjól. Fjölmiðlar taka ekki aðeins undir heldur hafa þeir, með ýmsum hætti og aðferðum, dregið fram í dagsljósið upplýsingar um hvernig einstaklingar og fyrirtæki koma sér með skipulegum hætti undan því að greiða skatta. Stjórnmálamenn sem tengst hafa skattaskjólum eða lágskattaríkjum hafa […]

Ögmundur Jónasson

Efasemdir um að þingmeirihluti sé fyrir haustkosningum

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, efast um ágæti haustkosninga og lætur að því liggja að ekki sé þingmeirihluti fyrir því að gengið verði til kosninga í október næstkomandi. Í pistli sem birtist í SunnudagsMogga leggur Ögmundur til að vilji þingsins „til að stytta kjörtímabilið“ verði kannaður: „Um þetta greiddum við atkvæði í vor og var […]

Eygló Harðardóttir

Leiðir Eygló framsókn?

Að gefnu tilefni spyr Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að því hver leiði Framsóknarflokkinn í komandi kosningum. Eygló Harðardóttir eða einhver annars. Í dagbókarfærslu rifjar Björn það upp að ítrekað hafi verið reynt að ýta Sjálfstæðisflokknum til hliðar í íslenskum stjórnmálum, en það hafi ekki tekist. Þegar framsóknarmenn veittu minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri […]

Kosningaskjálfti ráðherra

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, kemur hreint fram og ætlast til að svo geri aðrir. Þess vegna kann hún lítt að meta framkomu Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra sem vill kenna samstarfsmönnum sínum um það sem ekki kann að hafa farið miður og hún ber ábyrgð á. Á fésbók segir Ragnheiður: Ótrúlegt að hlusta á Eygló Harðardóttur […]

íslenski fáninn2

Hugsjónir og samkvæmisleikur stjórnmála

Jæja, þá er leikurinn hafinn. Stjórnmálaflokkarnir eru farnir að huga að kosningum í haust og fjölmiðlar hafa þjófstartað með hefðbundnum samkvæmisleik, þar sem kastljósinu er beint að persónum og leikendum. Fáir hafa áhuga á pólitískri stefnu, hugsjónum eða hugmyndum. Samkvæmisleikur fjölmiðlanna er ein birtingarmynd þróunar sem átt hefur sér stað á síðustu árum, þar sem […]