Þurfum að skrúfa frá súrefninu

Hægt og bít­andi verður mynd­in skýr­ari. Efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins eru for­dæma­laus­ar. Í lönd­um Evr­ópu­sam­bands­ins dróst lands­fram­leiðsla milli ára sam­an um 11,9% á öðrum árs­fjórðungi eft­ir 3,2% sam­drátt á þeim fyrsta. Þetta er mesti efna­hags­sam­drátt­ur í ára­tugi og miklu meiri en í eft­ir­leik fjár­málakrepp­unn­ar 2008. En staðan er mis­jöfn. Verst er […]

Share

Á að virða samgöngusáttmálann?

Borg­ar­stjóri er nokkuð kát­ur. Ný könn­un leiðir í ljós að inn­an við helm­ing­ur kjós­enda er hlynnt­ur Borg­ar­línu. Stuðning­ur­inn hef­ur minnkað frá sam­bæri­legri könn­un í októ­ber síðastliðnum og andstaðan auk­ist. „Í stuttu máli er ég bara mjög ánægður með þenn­an sterka stuðning,“ seg­ir Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri í sam­tali við Frétta­blaðið […]

Share

Grafið undan lífeyrissjóðum

Í fyrstu grein laga um lífeyrissjóði segir meðal annars: „Skyldutrygging lífeyrisréttinda felur í sér skyldu til aðildar að lífeyrissjóði og til greiðslu iðgjalds til lífeyrissjóðs og eftir atvikum til annarra aðila samkvæmt samningi um viðbótartryggingavernd. Öllum launamönnum og þeim sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi er rétt og skylt að […]

Share

„Fólkinu verður ekki sagt að treysta neinum“

Sá sem legg­ur fyr­ir sig stjórn­mál þarf að sækj­ast eft­ir trausti fólks­ins. Bjarni Bene­dikts­son (1908-1970), for­sæt­is­ráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, var sann­færður um að aðeins ein leið væri fær; að vinna til trausts­ins: „Fólk­inu verður ekki sagt að treysta nein­um. Það verður sjálft að finna, hvort maður­inn er trausts verður. Með […]

Share

Frelsismálin kalla oft á þolinmæði

Það er innbyggður hvati fyrir þingmenn að afgreiða lagafrumvörp og ályktanir. Hvatinn er öflugri en virðist við fyrstu sýn. Þetta á einnig við um ráðherra. Það er hreinlega ætlast til þess að hver og einn ráðherra leggi fjölda frumvarpa fram á hverjum einasta þingvetri, líkt og það sé heilög skylda […]

Share

Lítil frétt og óréttlæti á fjölmiðlamarkaði

Hún læt­ur frem­ur lítið yfir sér frétt­in á blaðsíðu 4 hér í Mogg­an­um í gær, þriðju­dag. Fyr­ir­sögn­in er ekki sér­lega gríp­andi og frétt­in því ekki lík­leg til að vekja mikla at­hygli: „Úthlut­un til fjöl­miðla út­færð“. Eitt­hvað seg­ir mér að aðeins fjöl­miðlung­ar hafi áhuga á efn­inu. Marg­ir þeirra setj­ast niður til […]

Share

Hugmyndasmiður frjálshyggjunnar

Friedrich Hayek fæddist í Vínarborg árið 1899 og lauk doktorsprófum í lögfræði og hagfræði frá Vínarháskóla. Þar var hann lærisveinn Ludwigs von Mises, sem var fremstur í hópi austurrísku hagfræðinganna svonefndu.  Hayek var einn helsti hugsuður frjálshyggju á 20. öldinni og hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði 1974. Árið 1944 gaf Hayek […]

Share

Skófar kerfis og tregðulögmáls

Fundum Alþingis var frestað kl. 2.36 aðfaranótt þriðjudags, eftir langar og strangar atkvæðagreiðslur um tugi frumvarpa og þingsályktunartillagna. Ætlunin er að þingfundir hefjist að nýju 27. ágúst næstkomandi og þá til að afgreiða nýja fjármálaáætlun sem mun bera þess merki að þjóðarbúið hefur orðið fyrir alvarlegum áföllum á síðustu mánuðum. […]

Share